Man Utd vill Vlahovic - Al Nassr vill Casemiro - Real Madrid vill Van de ven
Sjáðu lætin á Króknum - Ætluðu að vaða í dómarana
Konni: Bara Derby slagur og við vel stilltir
Sverri Hrafn: Þetta var bara algjör þvæla
Venni: Get ekkert farið að sparka í ruslatunnur eða urðað yfir menn
Hemmi hafði ekki tíma í að einbeita sér að leiknum - „Það voru allir að biðja um skiptingu"
Liam Daði: Við stefnum á Laugardalsvöll og það er ekkert flókið
Karl Ágúst talar um hátt spennustig - „Allt undir á sunnudaginn"
Haraldur Freyr: Það er bara hálfleikur í þessu
Gunnar Heiðar um rauða spjald Diouck: Leiðinlegt að þurfa að fara í einhvern svona leik
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
banner
   mán 22. september 2014 20:44
Fótbolti.net
Þór Hinriks: Viljum ljúka tímabilinu með einhverri sæmd
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var jafn leikur tveggja góðra liða. Þær komust yfir og við jöfnuðum. Við eigum þrjú skot í þverslá en boltinn vildi ekki inn í dag. Þær settu tvö til viðbótar og það var munurinn,“ sagði Þór Hinriksson, þjálfari Vals, eftir 3-1 tap gegn ÍBV í næstsíðustu umferð Pepsi-deildar kvenna.

„Við vissum svosem að ÍBV er með mjög gott lið. Þær eru sterkar í öllum línum og hraðar. Fram á við sérstaklega og sterkar í návígjum. Það eigum við auðvitað að vera líka en ég veit það ekki. Það var skortur á einbeitingu í þessum mörkum sem við fáum á okkur. Ef allar hefðu verið á tánum þá hefði verið hægt að koma í veg fyrir eitt, ef ekki tvö af þessum mörkum. Og á móti, vera grimmari að setja boltann yfir línuna.“

„Boltinn fór þrisvar sinnum í tréverkið og ef hann hefði dottið inn hjá okkur en ekki þeim. En niðurstaðan er sigur fyrir ÍBV, 1-3.“


Þór átti orð við Inga Björn Ágústsson dómara eftir leik en Valsarar vildu fá seinna gula spjaldið á Shaneku Gordon þegar hún sparkaði boltanum í burtu eftir að hafa verið dæmd rangstæð.

„Ég var svolítið undrandi. Framherjinn hjá ÍBV var á gulu spjaldi og hún sparkaði boltanum í burtu eftir að það var búið að dæma. Ég hélt að það væri gult spjald en hann þekkir reglurnar auðvitað mun betur en ég.“

Valur mætir Selfossi í lokaumferðinni og Þór vonast til að ljúka tímabilinu með sigri.

„Selfossliðið er mjög sterkt og gott. Við mætum í hann með sama hugarfari og við mætum í alla aðra leiki, við viljum vinna hann. Allavega ljúka þessu tímabili með einhverri sæmd.“

Við spurðum Þór að lokum um framtíð hans hjá liðinu. Hann segir ýmislegt hafa verið rætt og skoðað og telur að það sé vilji bæði hjá sjálfum sér og félaginu til að halda áfram samstarfi. Það verði þó ekki gengið frá neinu fyrr en mótinu lýkur.

„Það er eitt og annað sem þarf að breyta og laga. Það hefur verið rætt og skoðað. Ég held að það sé vilji beggja aðila að svo sé en ætli við ljúkum ekki þessu tímabili og klárum það svo.“

Hægt er að horfa á allt viðtalið við Þór í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir