Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   þri 22. september 2020 07:00
Brynjar Ingi Erluson
„Van Dijk er latur og kærulaus"
Virgil van Dijk
Virgil van Dijk
Mynd: Getty Images
Hollenski miðvörðurinn Virgil van Dijk fær blauta tusku í andlitið frá Wim Kieft, fyrrum leikmanni hollenska landsliðsins, í viðtali við De Telegraaf en hann virðist ekkert sérstaklega hrifinn af Van Dijk.

Van Dijk hefur skapað sér nafn sem einn besti varnarmaður heims en hann var keyptur til Liverpool frá Southampton á 75 milljónir punda í janúar árið 2018.

Hann kom sér vel fyrir í liði Liverpool og hefur unnið Meistaradeild Evrópu, ensku úrvalsdeildina og varð þá einnig heimsmeistari með liðinu í desember. Þá var hann besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar árið 2019 og var þá í öðru sæti í kjörinu um besta leikmann heims sama ár.

„Hann er ekki skarpur. Hann hagar sér eins og hann sé að klára ferilinn þegar hann spilar með Hollandi og Liverpool, svona eins og honum líki ekki vel við liðsfélagana," sagði Kieft.

„Á sama tíma þá er hann latur og kærulaus. Hann gerir oft mistök og hleypur úr erfiðum varnarstöðum í leikjum. Hann ætti að vera fremstur í þessum bardögum."

„Það tók Van Dijk langan tíma til að komast á toppinn. Hann hefur verið þar í tvö tímabil en það er mikilvægt að hann gagnrýni sig líka. Umhverfið er mikilvægt hlutverk í þessu og það er fínt ef þjálfararnir láti hann aðeins heyra það,"
sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner