Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 22. september 2021 07:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Myndi ekki selja Rice fyrir 100 milljónir punda
Declan Rice.
Declan Rice.
Mynd: Getty Images
Kevin Nolan, sem er í þjálfarateymi enska úrvalsdeildarfélagsins West Ham, hefur gríðarlegar mætur á miðjumanninum Declan Rice.

Rice er lykilmaður í liði West Ham, og jafnframt er hann fastamaður í enska landsliðinu.

Hann hefur tekið miklum framförum síðustu 2-3 árin og eru stærri félög sögð horfa hýru auga til hans. Chelsea og Manchester United eru á meðal félaga sem eru áhugasöm um hann.

Nolan vill halda honum; hann myndi ekki selja hann fyrir 100 milljónir punda.

„Þegar þú horfir á hann spila, þá virðist hann alltaf vera við stjórn á öllu. Hann á eftir að verða enn betri. Ég myndi ekki selja hann fyrir 100 milljónir punda," sagði Nolan við BBC.
Athugasemdir
banner
banner