Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 22. september 2021 19:00
Ívan Guðjón Baldursson
Óvæntur skellur FCK í bikarnum - Góður sigur Norrköping
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Danska stórveldið FC Kaupmannahöfn var skellt af C-deildarliðinu Nyköbing í danska bikarnum í dag.

Sebastian Koch skoraði tvennu snemma leiks og tókst FCK ekki að snúa stöðunni við þrátt fyrir tvöfalda skiptingu á 27. mínútu.

Andri Fannar Baldursson var í byrjunarliði Kaupmannahafnar en honum var kippt útaf í hálfleik ásamt markavélinni Kamil Wilczek.

FCK tókst ekki að skora og bættu heimamenn þriðja markinu við á lokamínútunum. Ótrúlegar lokatölur.

Nyköbing 3 - 0 FC Kaupmannahöfn
1-0 Sebastian Koch ('14)
2-0 Sebastian Koch ('19)
3-0 Mathias Kristensen ('88)

Í sænska boltanum lék Ari Freyr Skúlason allan leikinn sem vængbakvörður hjá Norrköping sem lagði Sirius að velli í fjörugum slag.

Heimamenn í Sirius tóku forystuna en Norrköping svaraði með fjórum mörkum og urðu lokatölur 2-4.

Norrköping er fimm stigum frá Evrópusæti þegar tíu umferðir eru eftir af tímabilinu.

Hákon Rafn Valdimarsson sat þá á bekknum er Elfsborg tapaði fyrir Malmö í hörkuslag um þriðja sætið. Sveinn Aron Guðjohnsen var ekki með þar sem hann er í leikbanni.

Það ríkti mikið jafnræði í leiknum en að lokum hafði Malmö betur þökk sé heppilegu sjálfsmarki.

Elfsborg er í fjórða sæti eftir tapið, fimm stigum eftir toppliði Djurgården.

Sirius 2 - 4 Norrköping
1-0 M. Zeidan ('8)
1-1 L. Wahlqvist ('20)
1-2 C. Bjork ('24)
1-3 C. Bjork ('51)
1-4 K. Khazeni ('70)
2-4 A. Stahl ('94)

Elfsborg 0 - 1 Malmö
0-1 J. Larsson ('76, sjálfsmark)
Athugasemdir
banner
banner