Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   fim 22. september 2022 11:51
Elvar Geir Magnússon
Heimild: Vísir 
Heimir segir að laun sín í Jamaíku séu nær KSÍ en Katar
Heimir Hallgrímsson og Guðmundur Hreiðarsson sem er í þjálfarateymi hans í Jamaíku.
Heimir Hallgrímsson og Guðmundur Hreiðarsson sem er í þjálfarateymi hans í Jamaíku.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Heimir Hallgrímsson, fyrrum landsliðsþjálfari Íslands, segist ekki vera á sambærilegum launum hjá landsliði Jamaíka og hann var með hjá liði Al Arabi í Katar. Í Persaflóanum fá menn ansi vel greitt.

„Launin eru mun nær því sem var hjá KSÍ en Katar. Ég er líka að taka þetta verkefni að mér af fótbolta- og ævintýraástæðum. Hér er líka möguleiki að gera eitthvað sem er skemmtilegt og ég er alls ekki að taka þetta starf að mér af fjárhagslegum ástæðum," sagði Heimir í viðtali við Vísi.

Það hafa komið upp fjárhagsvandamál hjá sambandinu á Jamaíku en Dennis Chung, sem er fjármálastjóri hjá fótboltasambandinu, sagði í vikunni að það sé hægt að standa undir launakostnaði Heimis og hans teymis.

Heimir var í lok síðustu viku kynntur sem nýr landsliðsþjálfari Jamaíku og fær það verkefni að koma liðinu á HM 2026. Fyrsti leikur hans verður vináttuleikur gegn Argentínu sem fram fer í Bandaríkjunum í næstu viku.

Hemmi var hugrakkur að fara inn í mótið með þennan hóp
Heimir var Hermanni Hreiðarssyni, þjálfara ÍBV, til aðstoðar sem ráðgjafi í sumar og í samtali við Vísi tjáir hann sig einnig um það hlutverk.

„Það er flott umgjörð og góður hópur í liðinu núna. Ekki stór hópur og kannski ekki sá þekktasti. Mér fannst Hemmi hugrakkur að fara inn í mótið með þann hóp sem hann hafði. Ég tala nú ekki um þegar farið var að ganga illa að hann leyfði Guðjóni Pétri að fara til Grindavíkur á sama tíma og liðið missti tvo stráka til Bandaríkjanna. Að taka engann í staðinn var enn hugrakkara," sagði Heimir en ÍBV fer inn í tvískiptingu deildarinnar í níunda sæti.

„Fáir þjálfarar hefðu spilað þetta svona en það hefur verið ansi gott gengi og góður bragur á öllu. Það er kraftur, gleði og sjálfstraust í liðinu. Þannig viljum við Vestmannaeyingar hafa liðið okkar."
Athugasemdir
banner
banner
banner