De Gea, Ramsdale, Guirassy, Nketiah, Varane, Maignan og fleiri í pakka dagsins
   fös 22. september 2023 15:18
Elvar Geir Magnússon
Mun De Gea leggja hanskana á hilluna?
Mynd: Getty Images
Spænski markvörðurinn David de Gea gæti lagt hanskana á hilluna ef hann fær ekki samning um að verða aðalmarkvörður hjá stóru félagi. Guardian greinir frá þessu.

De Gea yfirgaf United í sumar og hefur hafnað fjölda tilboða, meðal annars frá Sádi-Arabíu. Peningarnir eru ekki aðalmálið hjá honum.

De Gea er 33 ára og vill fara í félag sem er fært um að keppa um stóra titla.

Hjá United vann hann ensku úrvalsdeildina, FA bikarinn, tvo deildabikartitla og Evrópudeildina. Hann vann gullhanska úrvalsdeildarinnar í tvígang.

De Gea ku vera ósáttur við viðskilnaðinn við United eftir að samningur hans rann út.
Athugasemdir
banner
banner
banner