Manchester-liðin sýna Donnarumma áhuga - Arsenal vill klára kaupin á Eze - Fofana til Everton?
Simon Tibbling: Mér líður pínu eins og við höfum unnið
Rúnar Kristins: Stálum kannski þessu eina stigi?
Heimir Guðjóns: Átakanlegt að fylgjast með þessu
Adam Ægir sló á létta strengi: Þeir fengu mig inn, það var það sem breyttist
Túfa um markametið: Getur sett met sem verður gríðarleg erfitt að slá
Aron Sig: Sé ekkert til fyrirstöðu að við munum ekki taka yfir Íslenskan fótbolta
Amin Cosic: Ekki vanur svona mörgum áhorfendum sem syngja í 90 mínútur
Dóri Árna: Fannst þeir rosalega orkumiklir en við jöfnuðum okkur
Ágúst Orri: Ekki uppleggið en þetta er styrkleikinn minn
Óskar Hrafn: Ef ég set á mig KR gleraugun þá fannst mér við sterkari aðilinn
Bjarni Jó: Fyrra gula spjaldið var mjög ósanngjarnt
Ánægður með nýja hefð á Mærudögum
Venni: Við höfum verið góðir gestgjafar og þeir (KR) góðir gestir
Halli: Einbeitingabrestir sem slátra okkur leik eftir leik
Jóhann Birnir: Við tökum algjörlega yfir leikinn að mínu mati
Gunnar Heiðar: Fannst við vera líklegir til þess að vinna þennan leik
Marc McAusland: Var svolítið heppinn að hann hafi ekki náð að skora
Arnar Grétars: Heilt yfir hefðum við átt að klára þennan leik
Gústi Gylfa: Ekki hægt að fela sig endalaust á bakvið frammistöðu
Gunnar Guðmunds: Mér fannst út á velli við vera sterkari aðilinn í dag
   mið 22. október 2014 08:00
Þórir Karlsson
Jón Hálfdán: Hafði alltaf blundað í mér
Jón Hálfdán er nýr þjálfari Skástriksins.
Jón Hálfdán er nýr þjálfari Skástriksins.
Mynd: Fótbolti.net - Þórir Karlsson
Jón Hálfdán Pétursson var í gær ráðinn þjálfari BÍ/Bolungarvíkur í 1. deildinni en hann hefur áður þjálfað yngri flokka félagsins í mörg ár.

Jón Hálfdán skrifaði undir þriggja ára samning við BÍ/Bolungarvík, en hann tekur við af Jörundi Áka Sveinssyni sem hefur stýrt liðinu undanfarin þrjú tímabil.

,,Þetta kom bara upp eftir tímabil, í lok september. Það hafði alltaf blundað í mér (að þjálfa meistaraflokk) en svosum ekkert alvarlega. En maður grípur tækifærið þegar það gefst," sagði Jón Hálfdán við Fótbolta.net í gærkvöldi.

,,Það verða töluverðar breytingar á leikmannahópnum. Það eru nokkrir leikmenn farnir og menn sem hafa gefið það út að þeir ætla ekki að halda áfram hjá félaginu. Svo koma nýir leikmenn inn og við erum með kjarna af leikmönnum sem koma upp um yngri flokka starfið."

Viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner