Man Utd ætlar að bjóða Calvert-Lewin samning - Al Nassr á eftir Rodrygo - Chelsea fylgist með stöðu Nwaneri
   fös 22. október 2021 19:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Berglind átti skotið en Karólína var tilkynnt - Markið sjálfsmark
Ísland er komið yfir!
Icelandair
Berglind fær markið ekki skráð á sig.
Berglind fær markið ekki skráð á sig.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland er búið að taka forystuna gegn Tékklandi í leik sem er núna í gangi á Laugardalsvelli.

Þetta er mikilvægur leikur í undankeppni HM. Það má gera ráð fyrir því að þarna sé næst besta liðið og þriðja besta liðið í riðlinum að mætast. Úrslitin í riðlinum munu auðvitað ráða úr um það hvort liðið sé það næst besta.

Lestu um leikinn: Ísland 4 -  0 Tékkland

Fyrsta mark Íslands í leiknum var sjálfsmark.

„Karólína Lea með flotta fyrigjöf á Berglindi sem kemst fram fyrir varnamanninn, boltinn fer í stöngina og í markmann Tékka og inn. Vallarþulurinn tilkynnir Karólínu Leu sem markaskorara, Berglind ekki sátt," skrifaði Sigríður Dröfn Auðunsdóttir í beinni textalýsingu frá leiknum.

Smá heppnisstimpill yfir markinu, en við tökum alveg. Ísland leiðir í leiknum og vonandi verður það þannig þegar flautað verður til leiksloka líka.

Hægt er að sjá myndband af markinu hér að neðan.


Athugasemdir
banner