Breiðablik heimsóttu Valsmenn á Origo völlinn í kvöld þegar 4.umferð úrslitakeppni Bestu deildar karla hélt áfram göngu sinni. Breiðablik og Valur voru fyrstu liðin til þess að mætast í efri hlutanum í 4.umferð en tveir leikir voru í neðri hlutanum fyrr í dag.
Breiðablik sóttu afar sannfærandi sigur á hlíðarenda í kvöld en lokatölur urðu 5-2 Blikum í vil.
Lestu um leikinn: Valur 2 - 5 Breiðablik
„Það er alltaf gott að skora þrjú og það er virkilega gaman, ég hef aldrei gert það áður en heilt yfir var þetta ekkert besti leikurinn sem ég hef spilað ótrúlegt en satt þó ég skori auðvitað þrennu og tvö úr aukaspyrnu en hitt var reyndar bara úr opnum leik en ég er mjög ánægður að hafa skorað þrjú klárlega." Sagði Dagur Dan Þórhallsson leikmaður Breiðabliks eftir leikinn í kvöld en hann setti þrennu í leiknum.
Dagur Dan skoraði tvö mörk beint úr aukaspyrnu í leiknum en bæði aukaspyrnurnar þóttu með eindæmum líkar.
„Ég er búin að æfa þetta nákvæmlega svona bara í allt sumar eftir æfingar að negla honum í þetta horn og það var ekki að detta en loksins datt þetta þarna og þær duttu báðar sem er helvíti gaman."
Nánar er rætt við Dag Dan Þórhallsson í spilaranum hérna fyrir ofan.
L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |