Mikið ber á milli Man Utd og Roma í viðræðum um Zirkzee - Chelsea hyggst styrkja miðsvæðið og er orðað við Mainoo og Wharton
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
   lau 22. október 2022 22:48
Stefán Marteinn Ólafsson
Dagur Dan: Ég er búinn að æfa þetta nákvæmlega svona í allt sumar
Dagur Dan Þórhallsson leikmaður Breiðabliks
Dagur Dan Þórhallsson leikmaður Breiðabliks
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Breiðablik heimsóttu Valsmenn á Origo völlinn í kvöld þegar 4.umferð úrslitakeppni Bestu deildar karla hélt áfram göngu sinni. Breiðablik og Valur voru fyrstu liðin til þess að mætast í efri hlutanum í 4.umferð en tveir leikir voru í neðri hlutanum fyrr í dag.

Breiðablik sóttu afar sannfærandi sigur á hlíðarenda í kvöld en lokatölur urðu 5-2 Blikum í vil.


Lestu um leikinn: Valur 2 -  5 Breiðablik

„Það er alltaf gott að skora þrjú og það er virkilega gaman, ég hef aldrei gert það áður en heilt yfir var þetta ekkert besti leikurinn sem ég hef spilað ótrúlegt en satt þó ég skori auðvitað þrennu og tvö úr aukaspyrnu en hitt var reyndar bara úr opnum leik en ég er mjög ánægður að hafa skorað þrjú klárlega." Sagði Dagur Dan Þórhallsson leikmaður Breiðabliks eftir leikinn í kvöld en hann setti þrennu í leiknum.

Dagur Dan skoraði tvö mörk beint úr aukaspyrnu í leiknum en bæði aukaspyrnurnar þóttu með eindæmum líkar.

„Ég er búin að æfa þetta nákvæmlega svona bara í allt sumar eftir æfingar að negla honum í þetta horn og það var ekki að detta en loksins datt þetta þarna og þær duttu báðar sem er helvíti gaman."

Nánar er rætt við Dag Dan Þórhallsson í spilaranum hérna fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner