Rashford, Fonseca, Moyes, Jorginho, Fati, Lenglet, Amorim, Sterling og Lukaku koma við sögu
   sun 22. nóvember 2020 22:22
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Leicester-menn ekki eins agressívir og Rodgers hefði viljað
Mynd: Getty Images
Brendan Rodgers, stjóri Leicester, þurfti að sætta sig við tap á sínum gamla heimavelli í kvöld; Leicester tapaði 3-0 fyrir Liverpool á Anfield.

„Við vorum of passívir, sérstaklega í fyrri hálfleiknum. Við vorum að dekka svæði en komumst ekki í nægilega mikla snertingu og við gáfum þeim ódýr mörk. Við fengum gott tækifæri í skyndisókn með Harvey Barnes... en við vorum ekki nægilega agressívir."

„Seinni hálfleikurinn var örlítið betri. Við vörum skárri í pressunni og það gerir okkur kleift að spila betri fótbolta. Liverpool átti skilið að vinna. Strákarnir voru að koma til baka úr landsleikjaverkefni og við vorum ekki eins samheldnir og við höfum verið."

„Þetta snýst um hugarfar, þú verður að fara upp í boltann. Það er allt í lagi ef þeir eru með boltann á sínum vallarhelmingi en þegar þeir komu inn í okkar skipulag, þá vorum við ekki eins agressívir eins og ég hefði viljað."

Leicester hefði getað komist á toppinn með sigri en þarf að gera sér það að góðu að vera í fjórða sæti.
Athugasemdir
banner