
Danmörk 0 - 0 Túnis
Ekkert var skorað á Education City leikvangnum í Katar þegar Danmörk og Túnis áttust við. Fyrsti markalausi leikurinn á HM staðreynd.
Ekkert var skorað á Education City leikvangnum í Katar þegar Danmörk og Túnis áttust við. Fyrsti markalausi leikurinn á HM staðreynd.
Kasper Schmeichel, markvörður Dana, kom í veg fyrir að Túnis myndi ná forystunni í fyrri þegar hann varði á magnaðan hátt frá Issam Jebali. Túnisbúar voru mun líklegri í fyrri hálfleiknum.
Á 70. mínútu fékk Andreas Cornelius, leikmaður danska liðsins, sannkallað dauðafæri en skallaði boltann í stöngina af afskaplega stuttu færi.
Í uppbótartíma fór César Ramos dómari leiksins í VAR skjáinn þegar Danir vildu fá dæmda hendi innan teigs. Ramos skoðaði atganginn í teignum og dæmdi á endanum aukaspyrnu á danska liðið, sóknarbrot á Andreas Christensen.
Með þessum leik hófst D-riðillinn en Frakkland og Ástralía eigast við í kvöld klukkan 19.
Denmark didn't score this. pic.twitter.com/xH1u8e1A1T
— B/R Football (@brfootball) November 22, 2022
Athugasemdir