þri 22. nóvember 2022 16:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Joey Gibbs spáir í Frakkland - Ástralía
Joey Gibbs.
Joey Gibbs.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Síðasti leikur dagsins á heimsmeistaramótinu í Katar er leikur Frakklands og Ástralíu.

Eftir fréttirnar stóru um helgina, Karim Benzema getur ekki tekið þátt á mótinu vegna meiðsla, mun enn meira mæða á því að Mbappe, einn besti fótboltamaður heims, verði í banastuði í Katar.

Joey Gibbs, sóknarmaður Keflavíkur, spáir í leik kvöldsins fyrir Fótbolta.net. Hann er frá Ástralíu og spáir því að sínir menn nái í góð úrslit gegn heimsmeisturunum.

Frakkland 1 - 1 Ástralía (19:00)
Það finnst ekki mörgum Ástralir líklegir til afreka í þessum leik, en það er gott fyrir þá. Ég held líka að Frakkar verði ekki upp á sitt besta í þessum fyrsta leik þeirra á mótinu. Aaron Mooy skorar fyrir Ástralíu og Mbappe gerir mark Frakka.

Sjá einnig:
D-riðillinn: Á miðjunni liggur vandamálið


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner