Arsenal og Chelsea vilja Isak - Þrír orðaðir við Liverpool - Potter orðaður við Wolves og West Ham
banner
banner
mánudagur 2. desember
Vináttulandsleikur
föstudagur 29. nóvember
fimmtudagur 28. nóvember
Sambandsdeildin
þriðjudagur 19. nóvember
Þjóðadeildin
sunnudagur 17. nóvember
U21 - Vináttuleikur
laugardagur 16. nóvember
Þjóðadeildin
U19 karla - Undank. EM 2025
fimmtudagur 7. nóvember
Sambandsdeildin
þriðjudagur 5. nóvember
Undankeppni EM U17
sunnudagur 27. október
Besta-deild karla - Efri hluti
fimmtudagur 24. október
Vináttulandsleikur
Sambandsdeildin
sunnudagur 20. október
Besta-deild karla - Neðri hluti
laugardagur 19. október
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
þriðjudagur 15. október
Landslið karla - U21 - Undankeppni EM
mánudagur 14. október
Landslið karla - Þjóðadeild
föstudagur 11. október
fimmtudagur 10. október
Undankeppni EM U21 karla
sunnudagur 6. október
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
laugardagur 5. október
Besta-deild kvenna - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild kvenna - Efri hluti
fimmtudagur 3. október
Sambandsdeild Evrópu
mánudagur 30. september
Besta-deild karla - Efri hluti
sunnudagur 29. september
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild kvenna - Efri hluti
föstudagur 27. september
Fótbolti.net bikarinn
miðvikudagur 25. september
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
mánudagur 23. september
Besta-deild karla - Efri hluti
Lengjudeildin - Umspil
sunnudagur 22. september
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild kvenna - Efri hluti
Lengjudeildin - Umspil
laugardagur 21. september
Mjólkurbikarinn - Úrslit
Fótbolti.net bikarinn
föstudagur 20. september
Besta-deild kvenna - Efri hluti
fimmtudagur 19. september
Lengjudeild karla - Umspil
miðvikudagur 18. september
Lengjudeildin - Umspil
mánudagur 16. september
Besta-deild karla
föstudagur 13. september
Besta-deild kvenna - Efri hluti
Besta-deild karla
fimmtudagur 12. september
Besta-deild kvenna - Efri hluti
þriðjudagur 10. september
Undankeppni EM U21
Æfingamót í Slóveníu
mánudagur 9. september
Þjóðadeildin
laugardagur 7. september
Meistaradeild kvenna - forkeppni
Lengjudeild karla
Besta-deild kvenna - Neðri hluti
Lengjudeild kvenna
Æfingamót U19 karla
föstudagur 6. september
Þjóðadeildin
laugardagur 7. desember
Engin úrslit úr leikjum í dag
þri 15.nóv 2022 17:37 Mynd: Getty Images
Magazine image

D-riðillinn: Á miðjunni liggur vandamálið

Það er innan við vika heimsmeistaramótið í Katar. Við höldum áfram að hita upp fyrir riðlakeppnina með því að birta fréttir um hvern riðil. Núna er komið að D-riðlinum en í þeim riðli eru:

Frakkland 🇫🇷
Ástralía 🇦🇺
Danmörk 🇩🇰
Túnis 🇹🇳

1. Frakkland 🇫🇷
Staða á heimslista: 4
Frakkarnir eru ríkjandi heimsmeistarar. Þeir voru gríðarlega stöðugir í Rússlandi og voru verðskuldaðir meistarar. Frakkar eru með gríðarlega djúpa laug af hæfileikum en þeir hafa lent í vandræðum fyrir þetta mót með meiðsli. Bæði N'Golo Kante og Paul Pogba - miðjan sem hjálpaði við að skila titlinum 2018 - er fjarri góðu gamni vegna meiðsla og það er óhætt að segja að vandamál Frakkana sé á miðsvæðinu. Þar eru þeir mun veikari en annars staðar á vellinum.

Adrien Rabiot og Mattéo Guendouzi eru ekki að fara að skila þér titlinum.



Þjálfarinn: Didier Deschamps


Var stórgóður leikmaður og hefur sannað það að hann er líka stórgóður þjálfari. Það hefur ekki öllum tekist að halda franska hópnum samheldnum í gegnum stórmót en hann hefur núna gert það í áratug. Hefur lagt ofur-áherslu á að liðið sé saman í verkefninu og engir einstaklingar eru framar liðinu. Það þykir líklegt að þetta verði síðasta mót Deschamps með franska liðið. Önnur goðsögn, Zinedine Zidane, er tilbúin að taka við keflinu.

Lykilmaður: Karim Benzema


Var valinn besti fótboltamaður í heimi á dögunum. Stórkostlegur sóknarmaður sem gerir yfirleitt leikmennina í kringum sig mun betri. Er tiltölulega nýmættur aftur í franska landsliðið eftir nokkurra ára útlegð vegna ásakana í hans garð. Hann var sakaður um að fjárkúga sinn eigin liðsfélaga, Mathieu Valbuena. Það er núna gleymt og grafið og Benzema er mættur aftur. Hann og Kylian Mbappe líta ótrúlega vel út á pappír og núna er það þeirra að sýna gæðin sem þeir búa yfir inn á vellinum.



Fylgist með: Aurelien Tchouameni


Efnilegur og kraftmikill miðjumaður sem fær stórt tækifæri í fjarveru Pogba og Kante inn á miðsvæðinu. Er hann tilbúinn í þetta? Hann var keyptur til Real Madrid á stóra fjárhæð í sumar og núna þarf hann að sýna sig og sanna á stóra sviðinu, því allra stærsta.



2. Danmörk 🇩🇰
Staða á heimslista: 10
Ef þú ert að giska á lið sem gæti komið á óvart á HM, þá er Danmörk mjög fínt gisk. Þeir unnu Frakkland tvisvar í Þjóðadeildinni fyrr á þessu ári og eru satt best að segja til alls líklegir á þessu móti. Þetta verður tveggja liða barátta í þessum riðli - það er engin spurning hvaða tvö lið fara áfram - en Danmörk getur hæglega endað fyrir ofan heimsmeistarana.

Þjálfarinn: Kasper Hjulmand


Tók við liðinu af Age Hareide fyrir um tveimur árum og hefur tekist að vinna afskaplega gott starf. Það er uppselt á alla landsleiki sem spilaðir eru í Danmörku og er Hjulmand stór ástæða fyrir því. Hann er með skemmtilegar hugmyndir um fótbolta og er búinn að búa til gott lið sem getur farið langt á þessu móti.

Lykilmaður: Christian Eriksen


Það sem átti sér stað á EM í fyrra mun lifa lengi í minningunni. Eriksen fór í hjartastopp í fyrsta leik Danmerkur, en þökk sé skjótum og góðum viðbrögðum þá var lífi hans bjargað. Danska liðið þjappaði sér saman í kjölfarið á þessum óhugnanlega atburði og komst í undanúrslit. Eriksen hefur gert ótrúlega í því að koma til baka og kemur inn í mótið á blússandi siglingu eftir flott upphaf á tímabilinu með Manchester United. Fágaður fótboltamaður sem getur breytt leikjum upp á sitt einsdæmi.



Fylgist með: Joakim Mæhle


Réttfættur vinstri bakvörður sem leikur með Atalanta á Ítalíu. Var stórkostlegur á EM í fyrra. Það er einhver klassi yfir honum sem er virkilega heillandi að fylgjast með.

3. Ástralía 🇦🇺
Staða á heimslista: 38
Ástralía lenti í miklu basli á leið sinni til Katar. Þetta var langur vegur fyrir Ástralana en þeir komust að lokum inn á mótið í gegnum umspil þar sem þeir höfðu betur - í vítaspyrnukeppni - gegn Perú frá Suður-Ameríku. Ástralía er að fara á sitt fyrsta HM í röð og þeir koma sprækir til leiks eftir dramatíska undankeppni, en það þarf nánast kraftaverk til þess að þeir fari upp úr þessum riðli.

Þjálfarinn: Graham Arnold


Hefur gengið í gegnum hæðir og lægðir - aðallega lægðir - frá því hann tók við fyrir fjórum árum. Þessi 59 ára gamli þjálfari var næstum því rekinn á meðan undankeppninni stóð en hann náði að ganga í gegnum storminn og var að lokum kallaður 'taktískur snillingur' þegar Ástralía kom sér inn á mótið. Er ekki allra. Treystir á föst leikatriði og skyndisóknir. Gamli skólinn.

Lykilmaður: Ajdin Hrustic


Það hafa oft verið stærri stjörnur í ástralska liðinu en akkúrat núna, það er enginn Tim Cahill, Mark Viduka eða Harry Kewell í þessu liði. Líklega er Hrustic mikilvægasti leikmaður liðsins. Skapandi miðjumaður sem spilar fyrir Hellas Verona á Ítalíu. Er sterkur í föstum leikatriðum og er heilt yfir mikilvægasti leikmaður liðsins.

Fylgist með: Garang Kuol


Einn yngsti leikmaðurinn á HM þetta árið, bara 18 ára gamall. Var nýverið keyptur til Newcastle og það er vonir bundnar við hann. Verður virkilega spennandi að sjá hvort hann fái einhver tækifæri á þessu móti.



4. Túnis 🇹🇳
Staða á heimslista: 30
Að lokum er það Túnis. Þjálfari þeirra talar um að það væru vonbrigði ef liðið kemst ekki upp úr riðlinum. Þeir geta kannski horft í það að gera eitthvað gegn Ástralíu en það þyrfti eitthvað ótrúlegt kraftaverk til þess að liðið eigi möguleika á því að fara áfram - rétt eins og hjá Ástralíu.

Þjálfarinn: Jalel Kadri


Tók við liðinu í janúar á þessu ári og hefur ekki fengið sérlega mörg tækifæri til að undirbúa liðið fyrir þetta mót sem aðalþjálfari. Hann var samt sem áður aðstoðarþjálfari liðsins í fyrra og þekkir því leikmennina nokkuð vel. Hann hefur komið víða við og sinnt ýmsum störfum á 20 ára þjálfaraferli en þetta verður klárlega stærsta próf Kadri til þessa.

Lykilmaður: Youssef Msakni


Fólki í Túnis dreymdi um betri félagsliðaferil fyrir Msakni sem hefur leikið með Al Duhail í Katar lengst af. Hann hefur þá spilað með Al Arabi undanfarin ár og var lærisveinn Heimis Hallgrímssonar um nokkurt skeið. Er fyrirliði Túnis og landar hans búast við miklu af honum framarlega á vellinum.

Fylgist með: Hannibal Mejbri


Ungstirnið Hannibal Mejbri er í hópnum hjá Túnis fyrir HM í Katar. Mejbri, sem er nítján ára, er samningsbundinn Manchester United en er þessa stundina á láni hjá Birmingham í Championship deildinni. Spennandi miðjumaður sem valdi frekar að spila fyrir Túnis en Frakkland.



Fyrsti leikurinn í þessum riðli er Danmörk gegn Túnis og svo fær Ástralía verðugt verkefni gegn Frakklandi. Ef allt er eðlilegt þá verða Danmörk og Frakkland bæði með þrjú stig eftir fyrstu umferð riðilsins 22. nóvember.

Leikirnir:

þriðjudagur 22. nóvember
13:00 Danmörk - Túnis (Education City Stadium, Al Rayyan)
19:00 Frakkland - Ástralía (Al Janoub Stadium, Al Wakrah)

laugardagur 26. nóvember
10:00 Túnis - Ástralía (Al Janoub Stadium, Al Wakrah)
16:00 Frakkland - Danmörk (Stadium 974, Doha)

miðvikudagur 30. nóvember
15:00 Ástralía - Danmörk (Al Janoub Stadium, Al Wakrah)
15:00 Túnis - Frakkland (Education City Stadium, Al Rayyan)

Sjá einnig:
A-riðillinn: Van Gaal mætir með læti og bjartasta von Afríku
B-riðillinn: Kafteinn Ameríka reynir að stoppa ljónin þrjú
C-riðillinn: Síðasti dansinn hjá litla snillingnum
Athugasemdir
banner