Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   þri 22. nóvember 2022 10:00
Elvar Geir Magnússon
Sævar Atli spáir í Danmörk - Túnis
Sævar Atli Magnússon.
Sævar Atli Magnússon.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
D-riðillinn á HM fer af stað í dag. Danmörk mætir Túnis og Frakkland leikur gegn Ástralíu. Leikur Dana og Ástralíu verður klukkan 13 og ljóst að margir Íslendingar halda með danska liðinu á þessu móti.

Sævar Atli Magnússon spilar með danska úrvalsdeildarliðinu Lyngby og hann spáir í þennan leik fyrir Fótbolta.net.

Danmörk 3 - 0 Túnis (13:00 í dag)
Ég get staðfest það að Danirnir eru mjög peppaðir og fara kannski með alltof háar væntingar inn í mótið. Þeir eru nokkuð cocky að þeir vinni riðilinn því þeir unnu Frakkana 2 sinnum í þjóðardeildinni í sumar, ef þeir ná því og forðast þá Argentínu í 16-liða gæti þetta orðið eitthvað ævintýri hjá þeim. En þeir eru með drulluskemmtilegt lið og munu byrja þetta mót vel og vinna þægilegan 3-0 sigur á frábæru liði Túnis. Eriksen mun stýra showinu.


Athugasemdir
banner
banner
banner