Guehi til Liverpool - Salah kennt um erfiðleika Wirtz - Tottenham vill markmann - Tchouameni til Man Utd og Toney til Englands
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
banner
   mið 22. nóvember 2023 12:00
Elvar Geir Magnússon
Viðtal
Láki í nýju ævintýri í Portúgal: Þurfti að hrökkva eða stökkva
Kvenaboltinn
Þorlákur Árnason á hliðarlínunni í Portúgal.
Þorlákur Árnason á hliðarlínunni í Portúgal.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Láki er með fjölmennt teymi sér til aðstoðar.
Láki er með fjölmennt teymi sér til aðstoðar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Damaiense spilar á gervigrasi.
Damaiense spilar á gervigrasi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þorlákur Árnason stýrði um helgina sínum fyrsta leik sem þjálfari portúgalska kvennaliðsins Damaiense. Þorlákur hætti sem þjálfari Þórs eftir sumarið og um síðustu mánaðamót var fjallað um ráðningu hans í Portúgal en hann gerir samning út tímabilið.

Damaiense tapaði 1-3 fyrir Marítimo á sunnudaginn og er í fimmta sæti af tólf liðum portúgölsku úrvalsdeildarinnar. Fótbolti.net var í Portúgal og spjallaði við Þorlák eftir leikinn.

Fréttirnar af ráðningu hans komu eins og þruma úr heiðskíru lofti.

„Það var í raun þannig. Ég var að skoða aðra möguleika en hafði ekki langan tíma til að svara þessu. Ég þurfti að hrökkva eða stökkva og ákvað að stökkva á þetta,“ segir Þorlákur.

Það er Íslendingur í stjórn Damaiense og hann varð til þess að Þorláki var boðið starfið.

„Einar Páll Tamimi sem var með mér í Stjörnunni á sínum tíma er í stjórn og hann hafði samband við mig. Síðan tók framkvæmdastjórinn hjá félaginu við og á endanum ákvað ég að taka slaginn. Ég var að hugsa um að ferillinn væri búinn að vera frekar 'passífur', ég var tvö ár hjá Þór í uppbyggingarferli og tvö ár í Hong Kong. Ég hugsaði hvort við ættum ekki aðeins að poppa þetta upp."

Pínu pirraður eftir seinna tímabilið með Þór
Þorlákur var einnig í viðræðum um að taka að sér starf í Asíu en segir að fjölskylduaðstæður hafi gert það að verkum að hann vildi ekki fara lengra í burtu á þessum tímapunkti.

Hann var yfirmaður fótboltamála hjá Hong Kong og fékk tilboð um að taka að sér álíka störf.

„Tilboðin voru eiginlega öll um störf á skrifstofunni en mig langaði til að þjálfa áfram. Ég var pínu pirraður eftir seinna tímabilið með Þór, fyrra tímabilið gekk vel en ég var svekktur að ná ekki að fara í úrslitakeppnina með liðið. Mér fannst tilvalið að fara aftur á hestbak og þjálfa áfram úti á velli."

Gervigras bannað í efstu deild
Staða Damaiense er í óvissu þar sem nýjar reglur taka gildi á næsta tímabili sem banna gervigrasvelli í efstu deild en heimavöllur liðsins er með gervigrasi.

„Félagið er í þeirri stöðu að það má ekki spila í efstu deild á næsta ári með þessa aðstöðu, það verður að spila á grasi. Mér fannst henta vel að semja við félagið út tímabilið og skoða svo málin. Mér líður mjög vel hérna í Lissabon, þetta er lítill krúttlegur klúbbur en er atvinnumannalið. Það eru æfingar á morgnana og rosalega góð umgjörð í kringum þetta. Það er búið að vera mjög gaman."

Fréttamaður tók eftir því að Þorlákur er með stórt teymi aðstoðarfólks í kringum sig en fyrir leikinn fylgdist hann með af bekknum á meðan fimm aðstoðarmenn hans stýrðu upphitun.

„Þau eru komin aðeins lengra en ég átti von á. Við erum að gera hlutina vel heima en hér ertu með þjálfara sem sér um uppstillt atriði, leikgreinanda og næringarfræðing í fullu starfi. Það er mikið teymi í kringum þetta og það kom mér á óvart," segir Þorlákur.

Hvernig er portúgalska kvennadeildin?

„Hún er sterk. Benfica er með yfirburðarlið og langstærsta fjármagnið. Svo koma Sporting Lissabon og Braga og þar á eftir við og svona fjögur önnur lið sem eru á svipuðum stað. Þar á meðal Marítimo sem við töpuðum fyrir í dag."

Sjáðu viðtalið í heild sinni í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner