Pickford framlengir við Everton - Barcelona hyggst kaupa Rashford - Ekki framlengt við Lewandowski
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
Daníel Leó: Þú verður ekki þreyttur þegar það er þannig
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
Sverrir Ingi: Ótrúleg niðurstaða miðað við leikmyndina
Ísak Bergmann: Það er bara óheyrt
Hákon Arnar þungur: Þetta er okkur að kenna
   mið 22. nóvember 2023 12:00
Elvar Geir Magnússon
Viðtal
Láki í nýju ævintýri í Portúgal: Þurfti að hrökkva eða stökkva
Kvenaboltinn
Þorlákur Árnason á hliðarlínunni í Portúgal.
Þorlákur Árnason á hliðarlínunni í Portúgal.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Láki er með fjölmennt teymi sér til aðstoðar.
Láki er með fjölmennt teymi sér til aðstoðar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Damaiense spilar á gervigrasi.
Damaiense spilar á gervigrasi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þorlákur Árnason stýrði um helgina sínum fyrsta leik sem þjálfari portúgalska kvennaliðsins Damaiense. Þorlákur hætti sem þjálfari Þórs eftir sumarið og um síðustu mánaðamót var fjallað um ráðningu hans í Portúgal en hann gerir samning út tímabilið.

Damaiense tapaði 1-3 fyrir Marítimo á sunnudaginn og er í fimmta sæti af tólf liðum portúgölsku úrvalsdeildarinnar. Fótbolti.net var í Portúgal og spjallaði við Þorlák eftir leikinn.

Fréttirnar af ráðningu hans komu eins og þruma úr heiðskíru lofti.

„Það var í raun þannig. Ég var að skoða aðra möguleika en hafði ekki langan tíma til að svara þessu. Ég þurfti að hrökkva eða stökkva og ákvað að stökkva á þetta,“ segir Þorlákur.

Það er Íslendingur í stjórn Damaiense og hann varð til þess að Þorláki var boðið starfið.

„Einar Páll Tamimi sem var með mér í Stjörnunni á sínum tíma er í stjórn og hann hafði samband við mig. Síðan tók framkvæmdastjórinn hjá félaginu við og á endanum ákvað ég að taka slaginn. Ég var að hugsa um að ferillinn væri búinn að vera frekar 'passífur', ég var tvö ár hjá Þór í uppbyggingarferli og tvö ár í Hong Kong. Ég hugsaði hvort við ættum ekki aðeins að poppa þetta upp."

Pínu pirraður eftir seinna tímabilið með Þór
Þorlákur var einnig í viðræðum um að taka að sér starf í Asíu en segir að fjölskylduaðstæður hafi gert það að verkum að hann vildi ekki fara lengra í burtu á þessum tímapunkti.

Hann var yfirmaður fótboltamála hjá Hong Kong og fékk tilboð um að taka að sér álíka störf.

„Tilboðin voru eiginlega öll um störf á skrifstofunni en mig langaði til að þjálfa áfram. Ég var pínu pirraður eftir seinna tímabilið með Þór, fyrra tímabilið gekk vel en ég var svekktur að ná ekki að fara í úrslitakeppnina með liðið. Mér fannst tilvalið að fara aftur á hestbak og þjálfa áfram úti á velli."

Gervigras bannað í efstu deild
Staða Damaiense er í óvissu þar sem nýjar reglur taka gildi á næsta tímabili sem banna gervigrasvelli í efstu deild en heimavöllur liðsins er með gervigrasi.

„Félagið er í þeirri stöðu að það má ekki spila í efstu deild á næsta ári með þessa aðstöðu, það verður að spila á grasi. Mér fannst henta vel að semja við félagið út tímabilið og skoða svo málin. Mér líður mjög vel hérna í Lissabon, þetta er lítill krúttlegur klúbbur en er atvinnumannalið. Það eru æfingar á morgnana og rosalega góð umgjörð í kringum þetta. Það er búið að vera mjög gaman."

Fréttamaður tók eftir því að Þorlákur er með stórt teymi aðstoðarfólks í kringum sig en fyrir leikinn fylgdist hann með af bekknum á meðan fimm aðstoðarmenn hans stýrðu upphitun.

„Þau eru komin aðeins lengra en ég átti von á. Við erum að gera hlutina vel heima en hér ertu með þjálfara sem sér um uppstillt atriði, leikgreinanda og næringarfræðing í fullu starfi. Það er mikið teymi í kringum þetta og það kom mér á óvart," segir Þorlákur.

Hvernig er portúgalska kvennadeildin?

„Hún er sterk. Benfica er með yfirburðarlið og langstærsta fjármagnið. Svo koma Sporting Lissabon og Braga og þar á eftir við og svona fjögur önnur lið sem eru á svipuðum stað. Þar á meðal Marítimo sem við töpuðum fyrir í dag."

Sjáðu viðtalið í heild sinni í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir