
Riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í kvennaflokki lýkur í kvöld með fjórum leikjum en Sveindís Jane Jónsdóttir og liðsfélagar hennar í Wolfsburg geta tryggt toppsætið í B-riðli.
Wolfsburg heimsækir St. Polten í Austurríki klukkan 17:45. Wolfsburg er með 11 stig í efsta sæti B-riðils, einu stigi meira en Roma sem mætir Slavía Prag.
Í A-riðli er Chelsea á toppnum með 13 stig en liðið spilar við Paris Saint-Germain klukkan 20:00. PSG þarf að vinna með meira en tveimur mörkum til að taka toppsætið. Berglind Björg Þorvaldsdóttir er á mála hjá franska félaginu.
Leikir dagsins:
17:45 St. Polten - Wolfsburg
17:45 Slavia Praha - Roma
20:00 Real Madrid - Vllaznia
20:00 Chelsea - PSG
Athugasemdir