Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 23. janúar 2021 15:44
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Fór úr tveimur milljónum í fjórar á einni nóttu"
Davíð yfirgaf herbúðir Víkings.
Davíð yfirgaf herbúðir Víkings.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik festi kaup á á bakverðinum öfluga Davíð Erni Atlasyni frá Víkingi Reykjavík í vikunni.

Davíð Örn er 26 ára gamall og er talinn einn af bestu bakvörðum Pepsi Max-deildarinnar. Hann á yfir 100 leiki að baki í efstu deild og varð bikarmeistari með Víkingi 2019.

„Hann er frábær viðbót við hópinn. Það var ekki alveg augljóst hver væri hægri bakvörður í liðinu og þegar við áttum möguleika á að fá hann, þá gerðum við allt sem við gátum til að fá hann. Hann kemur til með að styrkja okkur innan vallar sem utan vallar," sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, eftir 6-1 sigur á Keflavík í Fótbolta.net mótinu í dag. Davíð spilaði ekki með Blikum í leiknum.

Tómas Þór Þórðarson, sem er vel tengdur inn í Víking, talaði um félagaskiptin í útvarpsþættinum Fótbolta.net í dag.

„Blikarnir voru búnir að vinna í honum og það var búið að senda eitt gríntilboð fyrst. Svo þegar Blikarnir voru komnir vel á leið með dílinn, þá fór þetta í fjölmiðla og Valsmennirnir voru látnir vita. Valsmennirnir tvöfölduðu verðið á Davíð Atlasyni. Hann fór úr tveimur milljónum í fjórar á einni nóttu. Víkingar kunna Valsmönnum bestu þakkir fyrir, og þeim sem fóru út með þessar fréttir," sagði Tómas Þór.

„Davíð vildi fara hitt í fyrra, hann vildi fara í fyrra. Hann hefur lengi verið á útleið, því miður... það var ekkert annað í stöðunni fyrir Víkingana en að losna við leikmann sem hefur viljað fara í 2-3 ár."

Davíð var að fara inn í síðasta samningsár með Víkingi og þeir ákváðu því að selja hann.
Íslenski boltinn - Fréttir vikunnar og Matti Villa í viðtali
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner