Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 23. janúar 2021 18:35
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hin hliðin - Alexander Veigar Þórarinsson (Grindavík)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Nemanja Latinovic
Nemanja Latinovic
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Allan Borgvardt
Allan Borgvardt
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
Óli Baldur Bjarnason í gulu.
Óli Baldur Bjarnason í gulu.
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Jóhann Helgi Hannesson
Jóhann Helgi Hannesson
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Dagur Ingi Hammer Gunnarsson
Dagur Ingi Hammer Gunnarsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hermann Ágúst Björnsson
Hermann Ágúst Björnsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gunnar Þorsteinsson
Gunnar Þorsteinsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Alexander Veigar er miðjumaður sem leikið hefur með Grindavík, Fram, BÍ/Bolungarvík, Þrótti R og Reyni S á sínum ferli. Hans besta tímabil var árið 2016 þegar hann skoraði fjórtán mörk þegar Grindavík vann 1. deildina.

Alexander lék fimmtán leiki og skoraði tvö mörk í Lengjudeildinni í fyrra. Hann á alls 241 leik að baki í deild og bikar. Í þeim hefur hann skorað 47. Í dag segir Alexander frá hinni hliðinni sinni.

Fullt nafn: Alexander Veigar Þórarinsson

Gælunafn: Alex, Lexi, Lexinho, Diego (rip á kónginn) og my personal favorite FoamfLexi.

Aldur: Nýorðinn 32 ára

Hjúskaparstaða: Trúlofaður

Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki: 2004, en fyrsti leikur í Íslandsmóti var 2005 á móti FH í Kaplakrika. FH-ingar rétt mörðu okkur 8-0 en ég var skeinuhættur.

Uppáhalds drykkur: Ískalt íslenskt vatn. Pepsi Max cherry fylgir fast á eftir í öðru sæti.

Uppáhalds matsölustaður: Yuzu toppar allt.

Hvernig bíl áttu: Skoda og Yaris.

Uppáhalds sjónvarpsþáttur: The office (US), svo ég blási nú í hornið mitt þá má það koma fram að ég var á tímabili efstur á Íslandi í office trivia í hinu fornfræga quizup appi.

Uppáhalds tónlistarmaður: Prins Póló er gaman að hlusta á, Valdimar er rosalegur og svo fær Kanye líka shout-out, hann þarf á stuðningi að halda.

Uppáhalds hlaðvarp: Í ljósi sögu minnar á Spotify er það Í ljósi sögunnar.

Fyndnasti Íslendingurinn: Hermann Ágúst Björnsson, eða HÁB geitin eins og hann kallar sjálfan sig, er kandídat en verður að lúta í lægra haldi fyrir Ara Fire-iron.

Hvað viltu í bragðarefinn þinn: Mars, Þrist og Tromp. Lauma stundum lakkríssósu eða hockey pulver með ef sá gállinn er á mér.

Hvernig hljómar síðasta sms sem þú fékkst: Landsbankinn Audkennisnumer: 19

Hvaða liði myndir þú aldrei spila með: Tottenham, sem gallharður Arsenal maður yrði ég að neita þeim.

Besti leikmaður sem þú hefur mætt: Í áðurnefndum leik í Kaplakrika var Allan Borgvardt að maka krókinn. Hann var helvíti öflugur ásamt fleirum í því liði.

Besti þjálfarinn sem hefur þjálfað þig: Ómögulegt að velja einn, hef verið heppinn með marga ólíka þjálfara.

Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt: Dagur Ingi Hammer á æfingum þegar hann fær hann í lappir, óstöðvandi.

Sætasti sigurinn: Mjög sætt að vinna Keflavík 3-0 árið 2018.

Mestu vonbrigðin: Spilamennska okkar og niðurstaða sumarsins 2020 var svekkjandi.

Uppáhalds lið í enska: Arsenal

Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: Ég vel Óla Baldur Bjarnason úr GG. Þyrfti bara að koma sér í stand.

Efnilegasti knattspyrnumaður/kona landsins: Íslandsmeistararnir frá því í fyrra í 5. flokki Grindavíkur eru hver öðrum efnilegri.

Fallegasti knattspyrnumaðurinn á Íslandi: Spurði konuna og hún spurði hvort hún mætti segja Rúrik. Ég held mig við það svar, enda langréttast.

Fallegasta knattspyrnukonan á Íslandi: Spurði konuna og hún sagði ”Ja, þú varst nú búinn að svara því sjálfur, Elín Metta”. Ég held mig við það svar, enda langréttast.

Besti knattspyrnumaðurinn frá upphafi: Lionel Messi yfirburðar og Cristiano langnæstbestur. En hefði alveg hrikalega mikið verið til í sjá Diego í umhverfi þar sem leikmenn eru verndaðir. Fótboltaguðirnir hefðu líka alveg geta sleppt þessum meiðslum hjá original Ronaldo.

Hver er mesti höstlerinn í liðinu: Nemanja Latinovic er lúmskur, ýlfrandi út um allt

Uppáhalds staður á Íslandi: Eftir að hafa ferðast um Vestfirðina um verslunarmannahelgina varð ég enn ástfangnari af þeim og er því kjálkinn í heild sinni svar mitt.

Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik: Eitt sinn kom glæsilegur drengur frá Bíldudal inn á í leik með Grindavík í 3. flokki. Honum var tjáð að hann ætti að vera djúpur á miðjunni. Þegar þjálfarinn sá hann hlaupandi út um allar trissur kallaði hann inn á völlinn og spurði viðkomandi hvað hann væri að gera. Svaraði þá Bíldælingurinn mjög DJÚPUM rómi ”Ég er djúpur”, en skildi greinilega ekki staðsetningu djúps miðjumanns.

Ertu með einhverja hjátrú tengda fótbolta: Spila alltaf með tyggigúmmí.

Fyrir utan knattspyrnu, fylgist þú með öðrum íþróttum: Aðallega pílu, NBA highlights, en annars mjög lítið.

Í hvernig fótboltaskóm spilar þú: Hef mikið verið í Puma en Umbro Medusæ hafa komið sterkir inn undanfarið. Nike hypervenom phantom 1 er þó geitin. Sturridge er sammála.

Í hverju varstu/ertu lélegastur í skóla: Hafði ekkert sérstaklega gaman af dönsku á sínum tíma.

Vandræðalegasta augnablik: Eitt sinn ætlaði ungur drengur að sanna sig á meðal heldri manna liðsins. Umræðurnar voru um dómara og barst tal um Garðar Örn Hinriksson. Hallaði þá ungi drengurinn undir flatt, sperrti sig og sagði svo sposkur ”aah Rauði bananinn”. Það var tiltölulega vandræðalegt fyrir alla aðila.

Hvaða þrjá leikmenn tækir þú með þér á eyðieyju: Björn Berg Bryde, vegna þess að ég sakna Pjössa. Gunnar Þorsteins, stjarneðlis-efna-lífeinda-iðnaðar-auðlinda-excel-umhverfis-fræðing og séní, af augljósum ástæðum (til að komast að því hvað hann raunverulega gerir). Síðast en ekki síst tæki ég man made musterið Maja Majewski til að dást að honum á ströndinni.

Sturluð staðreynd um sjálfan þig: Ég hef unnið til verðlauna á Íslandsmótum í bæði samkvæmisdönsum og breikdansi. Svo er ég líka mjög frambærilegur skater.

Hvaða samherji hefur komið þér mest á óvart eftir að þú kynntist honum og af hverju: Minn fyrrverandi samherji Jóhann Helgi Hannesson kom mér skemmtilega á óvart. Hann er töluvert skemmtilegri utan vallar en innan.

Hverju laugstu síðast: Þegar ég sagði við sjálfan mig í gærkvöldi að dagurinn í dag væri sá dagur sem ég færi í sund kl 0600. Hef ákveðið að ég geri það í fyrramálið. Núna er síðasta málsgrein líklega síðasta lygin mín.

Hvað er leiðinlegast að gera á æfingum: Verða vitni af því að lið sem inniheldur Nemanja Latinovic vinni. Sem betur fer gerist það ekki oft.

Ef þú fengir eina spurningu til að spyrja hvern sem er: Hver yrði spurningin og hvern myndiru spyrja: Myndi spyrja Berg Ebba um hvað bækur hans eru.
Athugasemdir
banner
banner
banner