Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   lau 23. janúar 2021 09:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Lingard tekinn úr hóp Man Utd fyrir Diallo
Solskjær og Lingard
Solskjær og Lingard
Mynd: Getty Images
Amad Diallo er kominn inn í aðalliðshóp Manchester United og er það á kostnað Jesse Lingard sem dettur úr hópnum.

Samkvæmt heimildum breskra fjölmiðla er Lingard ekki lengur hluti af 23 leikmanna kjarna hjá United. Hann hefur einungis tekið þátt í þremur leikjum á leiktíðinni, tveimur í deildabikarnum og einum í ensku bikarkeppninni.

Diallo gekk í raðir United frá Atalanta en hann er átján ára gamall vængmaður. Alls 25 leikmenn eru í úrvalsdeildarhópnum svo enn er einhver von fyrir Lingard að hann sé ekki alveg úr myndinni hjá stjóranum Ole Gunnar Solskjær þó hann sé kominn enn neðar í goggunarröðina.

Lingard er eftirsóttur af mörgum félögum og möguleiki að hann yfirgefi herbúðir United. Lánssamningur til Sheffield United er sá orðrómur sem er hvað háværastur.


Diallo léttur á því
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner