Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mán 23. janúar 2023 08:30
Brynjar Ingi Erluson
Vanvirtur um allan Spán
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Carlo Ancelotti, þjálfari Real Madrid, vill að leikmenn, dómarar og stuðningsmenn sýni brasilíska leikmanninum Vinicius Junior meiri virðingu, en þetta sagði hann eftir 2-0 sigurinn á Athletic í gær.

Vinicius hefur komið að níu mörkum í La Liga á þessu tímabili en hann hefur þurft að berjast gegn kynþáttafordómum stóran hluta þess og er þá ítrekað sparkaður niður í leikjum.

Leikmenn komast upp með að tækla hann út um allan völl án þess að fá spjald fyrir, líkt og í leiknum í gær.

Leikmaðurinn fær litla virðingu frá stuðningsmönnum annarra liða og er Ancelotti kominn með upp í kok af þessari hegðun.

„Vinicius er frábær leikmaður og skynsöm manneskja. Sannleikurinn er sá að hann er vanvirtur af öllum. Andstæðingarnir, dómararnir og stuðningsmenn annarra liða gera þetta. Við heimtum meiri virðingu,“ sagði Ancelotti.
Athugasemdir
banner
banner
banner