Landsliðskonan Alexandra Jóhannsdóttir er gengin í raðir Kristianstad í Svíþjóð. Hún kemur þangað frá ítalska félaginu Fiorentina.
Alexandra skrifar undir samning við Kristianstad sem gildir til ársins 2026.
Alexandra skrifar undir samning við Kristianstad sem gildir til ársins 2026.
„Við höfum fylgst með Alexöndru í mörg ár," segir Lovisa Ström, sem sér um fótboltamálin hjá Kristianstad.
Alexandra er 24 ára gömul og er uppalin í Haukum. Hún lék með Breiðabliki áður en hún fór í atvinnumennsku til Eintracht Frankfurt í Þýskalandi í byrjun árs 2021. Þaðan fór hún í Fiorentina og svo hún er komin í Kristianstad.
Alexandra, sem spilar á miðsvæðinu, verður fjórði Íslendingurinn hjá Kristianstad en þar eru líka Guðný Árnadóttir, Hlín Eiríksdóttir og Katla Tryggvadóttir.
Alexandra á að baki 49 landsleiki fyrir Ísland og hefur hún skorað í þeim sex mörk.
Athugasemdir