Rashford, Sesko, Walker, Garnacho, Vlahovic, Cunha, Pogba, Dorgu og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 23. janúar 2025 09:20
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Alexandra fjórði Íslendingurinn hjá Kristianstad (Staðfest)
Alexandra Jóhannsdóttir.
Alexandra Jóhannsdóttir.
Mynd: Kristianstad
Landsliðskonan Alexandra Jóhannsdóttir er gengin í raðir Kristianstad í Svíþjóð. Hún kemur þangað frá ítalska félaginu Fiorentina.

Alexandra skrifar undir samning við Kristianstad sem gildir til ársins 2026.

„Við höfum fylgst með Alexöndru í mörg ár," segir Lovisa Ström, sem sér um fótboltamálin hjá Kristianstad.

Alexandra er 24 ára gömul og er uppalin í Haukum. Hún lék með Breiðabliki áður en hún fór í atvinnumennsku til Eintracht Frankfurt í Þýskalandi í byrjun árs 2021. Þaðan fór hún í Fiorentina og svo hún er komin í Kristianstad.

Alexandra, sem spilar á miðsvæðinu, verður fjórði Íslendingurinn hjá Kristianstad en þar eru líka Guðný Árnadóttir, Hlín Eiríksdóttir og Katla Tryggvadóttir.

Alexandra á að baki 49 landsleiki fyrir Ísland og hefur hún skorað í þeim sex mörk.
Athugasemdir
banner
banner