Landsliðskonan Hlín Eiríksdóttir hefur gert samning við Kristianstad um að spila einnig fyrir félagið á komandi keppnistímabili.
Félagið segir þetta mikið fagnaðarefni en í tilkynningu frá Kristianstad er sagt frá því að mörg önnur félög - bæði í Svíþjóð og annars staðar í heiminum - hafi sýnt henni áhuga.
Félagið segir þetta mikið fagnaðarefni en í tilkynningu frá Kristianstad er sagt frá því að mörg önnur félög - bæði í Svíþjóð og annars staðar í heiminum - hafi sýnt henni áhuga.
„Það var enginn vafi hjá mér að ef ég yrði áfram í Svíþjóð, þá yrði það hjá Kristianstad," segir Hlín.
„Ég á mér enn drauma um að leika í öðrum löndum en núna er einbeiting mín á Kristianstad."
Hlín er algjör lykilmaður fyrir Kristianstad síðustu árin en hún skoraði 15 mörk í 25 deildarleikjum í sænsku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð.
Athugasemdir