Ronald Araujo, miðvörður Barcelona, hefur skrifað undir nýjan sex ára samning við Barcelona.
Þessi 25 ára gamli landsliðsmaður Úrugvæ gekk til liðs við félagið árið 2018. Hann hefur leikið 155 leiki og skorað átta mörk fyrir félagið.
Hann hefur hins vegar verið að berjast við meiðsli á þessu tímabili en kom til baka um síðustu helgi.
Hann hefur mikið verið orðaður í burtu frá félaginu en hefur nú ákveðið að vera áfram.
Athugasemdir