Rashford, Sesko, Walker, Garnacho, Vlahovic, Cunha, Pogba, Dorgu og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 23. janúar 2025 16:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Viðtal
Dró sig úr landsliðshópnum til að vera viðstaddur fæðingu dóttur sinnar
,,Það besta sem maður gerir er að koma fram fyrir land og þjóð"
Icelandair
'Það var ekki þannig að ég var ekki valinn í hópinn'
'Það var ekki þannig að ég var ekki valinn í hópinn'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Það er ekkert launungarmál að mig langar að vera í íslenska landsliðinu og mig langar að spila eins mikið og hægt er'
'Það er ekkert launungarmál að mig langar að vera í íslenska landsliðinu og mig langar að spila eins mikið og hægt er'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Mér líst mjög vel á hann'
'Mér líst mjög vel á hann'
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Hjörtur Hermannsson er 29 ára varnarmaður sem á að baki 28 leiki fyrir landsliðið. Hann spilaði í fyrstu tveimur leikjum Íslands í Þjóðadeildinni, var á bekknum í októberleikjunum en var svo ekki í hópnum í nóvember.

Hjörtur hefur á síðustu árum verið inn og út úr landsliðshópnum, spilaði fjóra leiki á árunum 2022-24. Hann var settur út úr leikmannahópi ítalska liðsins Carrarese í vetur eftir að hafa einungis spilað þrjá leiki með liðinu í byrjun tímabils. Þegar kom svo að því að landsliðshópurinn í nóvember var tilkynntur þá var nafn Hjartar ekki á listanum.

Fréttaritari spurði Hjört hvort að það hefði pirrað hann. En þá kom í ljós að planið hefði verið að velja Hjört í hópinn en hann hafði dregið sig úr hópnum.

„Það var ekki þannig að ég var ekki valinn í hópinn. Ég var valinn í hópinn en ég dró mig út úr honum af því ég átti von á barni. Ég eignaðist mitt annað barn, mína fyrstu dóttur, akkúrat í þessum landsleikjaglugga. Þetta var því allt í fullu samráði með Åge og þjálfarateyminu. Ég beið eins lengi og ég gat og var að vonast til þess að dóttirin yrði komin í heiminn því það er mikilvægt fyrir mig að vera með landsliðinu. Það er margt annað mikilvægara í þessum heimi heldur en fótboltinn og ég sé ekki eftir því núna að hafa dregið mig úr hópnum og verið viðstaddur fæðingu dóttur minnar."

Besta sem maður gerir
Hvernig horfir þú í dag á landsliðið?

„Ein af ástæðunum fyrir því að maður er að lifa og hrærast í þessum fótbolta er sú að það besta sem maður gerir er að koma fram fyrir land og þjóð og vera í þessum landsliðshópum. Það var klárlega á bakvið eyrað þegar ég tek þess ákvörðun að skipta um félag. Ég er ekki á þeim stað að ég get bara verið landsliðsmaður, það var ekki hægt lengur að vera ekki að spila fótbolta. Ég fór því í það að leita mér að liði og fann lausn til að geta spilað sem flestar mínútur. Það er ekkert launungarmál að mig langar að vera í íslenska landsliðinu og mig langar að spila eins mikið og hægt er."

Spennandi ráðning
Hvernig líst þér á nýja landsliðsþjálfarann, Arnar Gunnlaugsson?

„Mér líst mjög vel á hann. Þetta er spennandi ráðning. Ég fylgdist aðeins með ferlinu og þetta voru allt flottir kostir sem voru í stöðunni og mér finnst þetta bara mjög spennandi," segir Hjörtur.

Næsta landsliðsverkefni verður í mars þegar Ísland mætir Kósovó í tveimur leikjum um sæti í B-deild Þjóðadeildarinnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner