Þá er komið að slúðrinu þennan fimmtudaginn. Það styttist í að janúarglugginn loki og spurning hvort það gerist eitthvað stórt áður en honum er skellt í lás.Vlahov
Umboðsmenn Marcus Rashford (27) funduðu með Barcelona en framherjinn er að reyna að koma sér í burtu frá Manchester United. (Sky Sports)
Arsenal hefur spurst fyrir um Benjamin Sesko (21), sóknarmann RB Leipzig. (Talksport)
AC Milan hefur komist að samkomulagi um að fá Kyle Walker (34) í sínar raðir frá Man City. Hann kemur fyrst á láni en svo getur Milan keypt hann á 5 milljónir evra. (Sky Sports Italy)
Alejandro Garnacho (20), kantmaður Man Utd, vill frekar fara til Chelsea en Napoli. Síðarnefnda félagið gerði tilboð í Garnacho sem var hafnað. (TyC Sports)
Arsenal fór í viðræður við Juventus um sóknarmanninn Dusan Vlahovic (24) en þær sigldu í strand. (Football Transfers)
Napoli er í viðræðum við Borussia Dortmund um framherjann Karim Adeyemi (23). (Fabrizio Romano)
Þrír leikmenn gætu farið frá Chelsea á næstu dögum; Renato Veiga (21) er að reyna að koma sér til Juventus, Lazio gerði tilboð í Cesare Casadei (22) og Everton er á eftir Ben Chilwell (28). (Mail)
Nottingham Forest er að undirbúa tilboð í Matheus Cunha (25), framherja Wolves, sem myndi gera hann að dýrasta leikmanni í sögu félagsins. (Sky Sports)
Juventus hefur boðið Chelsea tækifærið að fá miðjumanninn Douglas Luiz (26) sem er líka á lista hjá Arsenal og Manchester City. (Teamtalk)
Paul Pogba (31) er að íhuga nokkur tilboð frá félögum í sterkustu deildum Evrópu. (ESPN)
Framtíð Tim Steidten, yfirmanns fótboltamála hjá West Ham, er í óvissu eftir að félagið krækti í Kyle Macaulay frá Cheslea en sá vann áður með Graham Potter, nýráðnum stjóra West Ham. (Guardian)
West Ham er að kaupa Ezechiel Banzuzi (19), miðjumann frá Leuven í Belgíu. (Standard)
Everton hefur lýst yfir áhuga á Marcus Edwards (26), kantmanni Sporting í Portúgal. (Caught Offside)
Umboðsmaður bakvarðarins Emerson Royal (26), sem er núna á mála hjá AC Milan, hefur rætt við Fulham og Everton en leikmaðurinn er einnig á lista hjá Galatasaray í Tyrklandi. (Calciomercato)
Manchester United er að íhuga það að gera betra tilboð í Patrick Dorgu (20), bakvörð Lecce, eftir að fyrsta tilboði félagsins var hafnað. (Star)
Napoli er að vonast til að vinna kapphlaupið við Man Utd um Dorgu. (Gazzetta dello Sport)
Aston Villa og Newcastle eru að berjast um Fikayo Tomori (27), miðvörð AC Milan. (Football Insider)
Athugasemdir