Kantmaðurinn Ben Doak mun klára tímabilið á láni hjá Middlesbrough í Championship-deildinni.
Doak er samningsbundinn Liverpool en það hefur verið áhugi á honum í þessum mánuði. Liverpool er búið að hafna tilboðum frá Crystal Palace og Ipswich í leikmanninn.
Doak er samningsbundinn Liverpool en það hefur verið áhugi á honum í þessum mánuði. Liverpool er búið að hafna tilboðum frá Crystal Palace og Ipswich í leikmanninn.
Þessi 19 ára gamli leikmaður fór til Middlesbrough síðasta sumar og hefur staðið sig vel þar.
Klásúlan í lánssamningi hans sem segir til um að Liverpool geti kallað hann til baka í janúar er núna útrunnin og því mun hann klára tímabilið með Middlesbrough. Michael Carrick, stjóri Boro, fagnar þeim tíðindum.
„Ég er hæstánægður," sagði Carrick en Doak er leikmaður sem á svo sannarlega framtíðina fyrir sér.
Athugasemdir