Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 23. febrúar 2021 12:45
Elvar Geir Magnússon
Nýr leikvangur Everton fær grænt ljós frá borgarstjórn
Mynd: Everton
Borgarstjórn Liverpool hefur samhljóða samþykkt umsókn Everton um byggingu á nýjum leikvangi félagsins við Bramley-Moore hafnarsvæðið.

Eins og sjá má á meðfylgjandi tölvuteiknuðu myndum verður leikvangurinn allur hinn glæsilegasti og mun standa við Mersey ána.

Hann mun taka um 53 þúsund áhorfendur en vallargestir verða eins nálægt vallarfletinum og reglur leyfa.

Þrátt fyrir að borgaryfirvöld hafi gefið leikvangnum grænt ljós á Everton enn eftir að fá nokkur leyfi. Næst fer umsóknin til húsnæðismálaráðuneyti Englands en talið er formsatriði að fá leyfi þar eftir að borgaryfirvöld gáfu sitt samþykki.

Everton vonast til að framkvæmdir geti hafist núna í vor eða snemma sumars.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner