Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   þri 23. febrúar 2021 19:32
Aksentije Milisic
Raiola: Aðeins tíu lið eiga efni á Haaland - Fjögur frá Englandi
Mynd: Getty Images
Mino Raiola, umboðsmaðurinn umdeildi, tjáði sig um Erling Braut Haaland í dag en norski landsliðsmaðurinn hefur verið að spila frábærlega upp á síðkastið.

Margir velta því fyrir sér hvert næsta skref verður hjá Haaland en samningur hans við Dortmund rennur út árið 2024.

Haaland er hins vegar með klásúlu í samningi sínum sem hleypir honum burt frá Dortmund á 66,6 milljónir punda, sumarið 2022.

„Það eru aðeins tíu lið sem eiga efni á Haaland. Fjögur af þessum liðum eru frá Englandi," sagði Mino Raiola, umboðsmaður leikmannsins.

Haaland skoraði tvö mörk í fyrri leiknum gegn Sevilla í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar og þá gerði hann einnig tvennu í erkifjendaslagnum gegn Schalke um síðustu helgi.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner