Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   fös 23. febrúar 2024 19:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Stara Pazova
„Besta sendingin sem Sveindís fær var frá leikmanni Serbíu"
Icelandair
Ísland gerði 1-1 jafntefli gegn Serbíu í dag.
Ísland gerði 1-1 jafntefli gegn Serbíu í dag.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Seinni leikurinn er á Kópavogsvelli í næstu viku.
Seinni leikurinn er á Kópavogsvelli í næstu viku.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Sveindís fékk ekki úr miklu að moða í leiknum í dag.
Sveindís fékk ekki úr miklu að moða í leiknum í dag.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
„Ég held að eftir á getum við bara verið sátt með 1-1 stöðu og að eiga heimaleikinn eftir," sagði Ásgerður Stefanía Baldursdóttir, fyrrum landsliðskona og núverandi aðstoðarþjálfari Vals, þegar landsleikur Íslands og Serbíu var gerður upp á RÚV í kvöld.

Þetta var fyrri leikur liðanna í umspili í Þjóðadeildinni en seinni leikurinn fer fram á Kópavogsvelli í næstu viku.

Íslenska liðið hefur oft spilað betur en það gerði í kvöld en Serbía var sterkari aðilinn í leiknum heilt yfir.

„Við lifðum þennan leik af, sérstaklega seinni hálfleikinn. Fyrstu 10-15 mínúturnar lágu þær algjörlega á okkur og við vorum undir á eiginlega öllum sviðum fótboltans. Þær stýrðu leiknum og þær voru líka bara grimmari í návígum," sagði fyrrum sóknarmaðurinn Albert Brynjar Ingason.

Albert kom inn á það að einu færin okkar væru að komast eftir löng innköst frá Sveindísi Jane Jónsdóttur.

„Við sköpuðum okkur lítið sem ekki neitt," sagði Adda. „Við finnum ekki okkar sóknarmenn í þeirra bestu stöðum. Besta sendingin sem Sveindís fær í leiknum var frá leikmanni Serbíu."

Við erum komin inn í skelina í dag
Albert sagði að skyndisóknir Íslands hefði verið illa framkvæmdar í leiknum og Öddu fannst erfitt að sjá planið í leik íslenska liðsins.

„Við sýndum klippur í upphituninni úr leiknum heima gegn Danmörku og svo úti. Það voru mikil batamerki, sérstaklega þegar Selma var að koma og fá boltann. Hún var búin að skima og þorði stundum að snúa. Við vorum stundum að láta boltann ganga frá hægri til vinstri. Svo fannst mér við aftur taka skref til baka í dag, farin í það sama. Ingibjörg var í tómu basli að færa boltann upp, eins og mér finnst hún oftast vera. Eða þá að hann fór til bakvarðarins og upp á kantarann sem sneri baki í markið. Mér fannst við aftur vera stressaðar á boltanum. Við vorum búin að taka næsta skref í síðasta leik á móti Danmörku en erum aftur komin inn í skelina í dag," sagði Albert.

„Ég er sammála Alberti. Mér fannst við taka skref til baka í dag," sagði Adda.

Ísland var lítið með boltann í leiknum en Albert segir það allt í góðu, svo lengi sem við gerum eitthvað með hann.

„Það er allt í góðu að vera 30-40 prósent með boltann en hver er ákefðin þegar þú ert með boltann? Hversu hratt er tempóið í okkar leik? Það var lélegt. Sendingarnar voru lélegar þegar við gátum refsað þeim. Ég held að það sem er mest ábótarvant," sagði Albert en hann er ekki nægilega glaður með sóknarleik liðsins í Þjóðadeildinni.

„Hvað haldiði að við getum talið upp mörg opin færi sem við erum búin að fá í Þjóðadeildinni? Þau eru rosalega fá. Ég held að sá leikmaður sem er búinn að vera hættulegastur í teig andstæðinganna sé Glódís. Við höfum inn á milli komist í ágætis stöður en ekki framkvæmt það vel."

Ísland þarf að spila betur gegn Serbíu í næstu viku til að vinna einvígið, það er klárt.
Athugasemdir
banner
banner
banner