Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
banner
   mán 23. mars 2020 18:13
Brynjar Ingi Erluson
UEFA frestar úrslitaleikjunum
Mynd: Getty Images
UEFA staðfesti í dag að úrslitaleikjum í Meistaradeildinni og Evrópudeildinni yrði frestað um óákveðin tíma en sérstakur vinnuhópur hefur unnið að lausnum varðandi keppnirnar.

UEFA frestaði keppni í öllum keppnum til að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu á kórónaveirunni en ástandið hefur versnað til muna og er ómögulegt að segja til um hvenær tímabilið verður klárað.

Úrslitaleikurinn hjá karlaliðunum fer fram á Ataturk-leikvanginum í Istanbúl í Tyrklandi og átti hann að fara fram þann 30. mai en það verður þó ekkert af því og er óljóst hvenær hann verður spilaður.

Þá hefur úrslitaleik Meistaradeildar kvenna og í Evrópudeildinni einnig verið frestað.

Vinnurhópur UEFA skoðar áfram dagsetningar varðandi úrslitaleikina og fylgist grannt með stöðunni.
Athugasemdir
banner
banner
banner