Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 23. mars 2021 14:15
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Györ, Ungverjaland
Allt gengið upp hjá Silkeborg - „Kemur klárlega til greina að vera áfram"
Patrik og Ísak Óli Ólafsson
Patrik og Ísak Óli Ólafsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það hefur gengið virkilega vel.
Það hefur gengið virkilega vel.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Patrik Sigurður Gunnarsson gekk í raðir Silkeborg um áramótin að láni frá Brentford. Patrik hafði varið marg Viborg fyrir áramót og skildi við félagið í efsta sæti dönsku B-deildarinnar.

Silkeborg hefur verið á miklu skriði efir áramót, unnið alla sex leiki sína og er sjö stigum á eftir toppliði Viborg þegar deildarkeppninni er lokið. Nú taka við tvöföld umferð þar sem efstu sex liðin mætast innbyrðis. Silkeborg er með eins stigs forskot á Esbjerg í baráttunni um sæti í efstu deild.

Patrik sat fyrir svörin í Teams-viðtali frá hóteli U21 landsliðsins í Ungverjalandi.

Annað úr viðtalinu:
Patrik orðinn betri en karl faðir hans - „Fæ góða hjálp frá honum"
Segir engan svindlara í hópnum - „Höfum íslenska DNA-ið fram yfir hin liðin"

Hvernig kom það til að þú fórst til Silkeborg um áramótin?

„Ég þurfti að finna mér nýtt lið til að spila með eftir að þetta endaði hjá Viborg [liðið endurheimti aðalmarkvöð sinn úr meiðslum]. Silkeborg vantaði markmann því að markmaðurinn meiddist í næstsíðasta leik fyrir jól. Þeir voru snöggir að hoppa til og sýndu áhuga strax. Mér fannst þetta kjörið tækifæri til að halda áfram í þessari deild," sagði Patrik.

Út á við virkar eins og allt hafi gegnið upp, upplifir þú það þannig líka?

„Já, algjörlega. Það hefur gengið virkilega vel. Ég hef tengt strax vel við varnarmennina og náð að loka fyrir markið. Þeir fengu aðeins of mörg mörk á sig fyrir áramót og ég sagði strax við þjálarann að ég væri persónulega til að fækka mörkunum. Þeir fengu líka annan varnarmann og við tveir höfum tekið varnarleikinn upp á annað 'level'."

Kemur til greina að vera áfram hjá Silkeborg ef staðan á markvarðarstöðu Brentford breytist ekki? Leika þá í efstu deild með Silkeborg ef liðið fer upp?

„Já, það er alveg option. Það er spennandi skref myndi ég segja. Það væri virkilega flott að fá að spreyta sig í Superligunni. Það kæmi klárlega til greina," sagði Patrik að lokum.
Athugasemdir
banner
banner