Ramos orðaður við Man Utd - West Ham fylgist með Brassa - Sunderland vill Guendouzi
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
   fim 23. mars 2023 22:57
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Arnór Sig: Okkar leikplan varð erfiðara þar sem þeir voru með fimm
Icelandair
Arnór í baráttu í kvöld.
Arnór í baráttu í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þegar þeir komust í 1-0 þá eigum við okkar besta kafla í fyrra. Síðan refsa þeir okkur með öðru marki," sagði Arnór Sigurðsson eftir 3-0 tap Ísland gegn Bosníu í fyrsta leiknum í undankeppni EM 2024.

Lestu um leikinn: Bosnía og Hersegóvína 3 -  0 Ísland

„Þeir verjast vel, lokuðu á svæðin sem við viljum sækja í. Mörkin sem við fengum á okkur er lélegur varnarleikur. Þeir refsa okkur fyrir það."

Íslenska liðinu tókst ekki að reyna mikið á markvörð Bosníu í leiknum.

„Við eigum að skapa meira. Við erum með skapandi leikmenn fram á við en fundum ekki taktinn, fundum ekki svæðin. Þeir voru vel skipulagðir og lokuðu á réttu svæðin. Þeir gerðu okkur erfitt fyrir en að sama skapi vorum við sjálfum okkur verstir."

Leikurinn var ekki eins og íslenska liðið ætlaði sér. „Við vissum að þeir gætu mögulega farið í fimm manna varnarlínu, en við bjuggumst við þeim í fjögurra manna lína. Okkar leikplan varð erfiðara þar sem þeir voru með fimm. Þeir voru vel skipulagðir og refsa okkur fyrir okkar mistök."

Getum við barist við þá um annað sætið í riðlinum. „Ekki spurning. Það er hellingur eftir af þessu og það getur mikið gerst. Við megum ekki gefast upp eftir fyrsta leik."
Athugasemdir
banner