
„Þetta var erfið byrjun og við náðum okkur eiginlega aldrei eftir það," sagði Jón Dagur Þorsteinsson, leikmaður landsliðsins, eftir 3-0 tap gegn Bosníu í kvöld.
Þetta var fyrsti leikur liðsins í undankeppni EM 2024 og er óhætt að tala um hörmulegu byrjun á nýrri undankeppni.
Þetta var fyrsti leikur liðsins í undankeppni EM 2024 og er óhætt að tala um hörmulegu byrjun á nýrri undankeppni.
Lestu um leikinn: Bosnía og Hersegóvína 3 - 0 Ísland
„Þetta var mjög þungt og við áttum ekki okkar besta leik."
„Þessi mörk höfðu kannski of mikil áhrif á okkur. Við náðum aldrei að vinna okkur almennilega upp eftir það, náðum aldrei að spila okkar leik. Við fundum ekki lausnir en þeir voru mjög þéttir til baka," sagði Jón Dagur.
Staðan var 2-0 í hálfleik. Hvað var lagt upp með í hálfleikshléinu?
„Að loka ákveðnum svæðum og mér fannst við gera það ágætlega. Svo kom þriðja markið og þetta var búið eftir það."
Jón Dagur segir muninn á þessum tveimur liðum ekki vera svona mikinn. „Ég myndi ekki segja það. Þetta var munurinn á liðunum í kvöld en við munum sýna það í seinni leiknum að við eigum fullan séns í þá."
Athugasemdir