Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 23. mars 2023 19:31
Brynjar Ingi Erluson
Umræðan um Albert mun ekki hafa áhrif á liðið - „Fögnum því að fá fyrirsagnir"
Icelandair
Mynd: Getty Images
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Umræðan um Albert Guðmundsson, leikmann Genoa, mun ekki hafa áhrif á íslenska landsliðið í þessu verkefni en þetta segir Kári Árnason, sparkspekingur á Viaplay.

Lestu um leikinn: Bosnía og Hersegóvína 3 -  0 Ísland

Albert var ekki valinn í íslenska landsliðið þrátt fyrir að hafa spilað frábærlega fyrir Genoa á þessu tímabili.

Leikmaðurinn sætti sig ekki við bekkjarsetu og talaði Arnar Þór Viðarsson, þjálfari liðsins, opinskátt um það. Guðmundur Benediktsson, faðir Alberts, sendi frá sér yfirlýsingu, en hann sagðist ekki líða það lengur að hlusta á endalausar árásir á persónu Alberts.

Það hefur verið rætt og ritað um þetta mál en Kári segir umræðuna þreytta.

„Nei, ég held ekki. Auðvitað eru menn að tala um þetta og þar fram eftir götunum en þetta hefur ekkert áhrif inni á vellinum. Þreytt umræða fyrir þá sem eru þarna að vera að fókusera á einhvern sem er ekki á staðnum.“

„Það var svo auðvelt að koma í veg fyrir þetta. 'Ég ræð, ég valdi liðið og hvern viljið það tala um annað en þá sem eru hérna',“
sagði Kári.

Rúrik segir stemninguna góða í liðinu en að fólk sé að fá aðeins of miklar upplýsingar um þetta mál.

„Mér finnst hún almennt góð. Skynja á liðinu að það er nýtt upphaf og komnir úr þessu þróunarferli og liðið farið að tala öðruvísi. Ég hlakka til og ákveðið það að vera stuðningsmaður númer eitt.“

„Við erum kannski að fá of miklar upplýsingar um það sem er að gerast í klefanum og hópnum heldur en eðlilegt er. Ég held að það sé eðlilegt í öðru hverju fótboltaliði þar sem það er fjör, stemning, menn rífast og sumir slást, en ekkert allt sem ratar í fjölmiðla. Við fögnum því að fá fyrirsagnir. Það þarf ekkert alltaf allt að koma fram, eins og manni var kennt að tala sem fótboltamaður þá var manni sagt að tala sem minnst og ekki vera að bjóða upp á fyrirsagnir,“
sagði Rúrik.
Athugasemdir
banner
banner
banner