Franska landsliðið tók á móti því króatíska í 8-liða úrslitum Þjóðadeildarinnar í kvöld og sigraði 2-0 til að knýja einvígið í framlengingu, eftir 2-0 tap í fyrri leiknum í Króatíu. ?? hafði að lokum betur eftir vítaspyrnukeppni.
Frakkar voru talsvert sterkari aðilinn og sigruðu með mörkum frá Michael Olise og Ousmane Dembélé í síðari hálfleiknum. Olise skoraði fyrra markið og lagði það seinna upp fyrir Dembélé.
Dembélé er þar með búinn að skora 23 mörk á dagatalsárinu, sem er magnað afrek í ljósi þess að hann leikur sem kantmaður og hefur tekið þátt í 19 leikjum það sem af er árs.
Tölfræðin hjá Michael Olise er ekki jafn góð en hún er þó öflug. Þessi kantmaður er kominn með 16 mörk og 11 stoðsendingar á tímabilinu eftir mark og stoðsendingu í kvöld. Hann hefur verið að reynast mikilvægur hlekkur í sterku liði FC Bayern og færist sífellt nær því að vinna sér inn byrjunarliðssæti í franska landsliðinu.
Dembélé og Olise eru ungir og eiga framtíðina fyrir sér en þeim mun líklega ekki takast að bæta markamet Olivier Giroud, sem var heiðraður fyrir upphafsflautið gegn Króatíu.
Hinn 38 ára gamli Giroud fékk afhent verðlaun fyrir að vera markahæsti leikmaður í sögu franska landsliðsins, með 57 mörk í 137 leikjum. Thierry Henry er næstmarkahæstur með 51 mark í 123 leikjum en Kylian Mbappé fylgir fast á eftir og er líklegur til að bæta markametið hans Giroud á næsta ári.
Mbappé er kominn með 48 mörk í 87 leikjum þrátt fyrir að vera aðeins 26 ára gamall.
Athugasemdir