Það er nóg um að vera í Þjóðadeildinni í dag og í kvöld þar sem æsispennandi leikir eru á dagskrá í 8-liða úrslitum A-deildar.
Frakkland tapaði á útivelli gegn Króatíu og þarf að eiga góðan leik til að snúa stöðunni við eftir tveggja marka tap.
Þjóðverjar eru þá með yfirhöndina gegn Ítalíu eftir sigur í útileiknum, á meðan Spánn og Holland eigast við eftir 2-2 jafntefli í Hollandi.
Að lokum á ógnarsterkt lið Portúgal heimaleik gegn Danmörku eftir 1-0 tap í fyrri leiknum. Danir voru talsvert sterkari aðilinn á heimavelli og óheppnir að sigra ekki stærra.
Þá eru fjórir leikir á dagskrá í umspili fyrir sæti í A-deild Þjóðadeildarinnar. Þar eru Tyrkland, Skotland og Úkraína með forystu gegn Ungverjalandi, Grikklandi og Belgíu á meðan Serbía og Austurríki eru jöfn.
Í umspili fyrir B-deild má finna leik Íslands gegn Kósovó eftir 2-1 tap ytra, en leikurinn fer fram í Murcia á Spáni.
Heimir Hallgrímsson og lærisveinar hans í landsliði Íra eru þá í góðri stöðu fyrir heimaleik við Búlgaríu eftir að hafa sigrað fyrri leikinn á útivelli.
8-liða úrslit
19:45 Frakkland - Króatía (0-2)
19:45 Þýskaland - Ítalía (2-1)
19:45 Portúgal - Danmörk (0-1)
19:45 Spánn - Holland (2-2)
A-deild umspil
17:00 Ungverjaland - Tyrkland (1-3)
17:00 Skotland - Grikkland (1-0)
17:00 Serbía - Austurríki (1-1)
19:45 Belgía - Úkraína (1-3)
B-deild umspil
14:00 Georgía - Armenía (3-0)
17:00 Ísland - Kósovó (1-2)
17:00 Slóvenía - Slóvakía (0-0)
19:45 Írland - Búlgaría (2-1)
Athugasemdir