Man Utd ætlar að reka Ten Hag - Hver tekur við? - Tuchel hefur áhuga á starfinu
   fös 23. apríl 2021 08:50
Elvar Geir Magnússon
Lið vikunnar í enska - Gylfi fær mikið hrós frá BBC
Gylfi Þór Sigurðsson.
Gylfi Þór Sigurðsson.
Mynd: Getty Images
Garth Crooks, sérfræðingur BBC, hefur valið úrvalslið vikunnar í ensku úrvalsdeildinni. Gylfi Þór Sigurðsson er í liðinu eftir að hafa skorað bæði mörk Everton í 2-2 jafntefli gegn Tottenham.

„Gylfi hefur líklega verið besti leikmaður tímabilsins hjá Everton. Ég man ekki hvenær hann spilaði betur. Hann hafði mikil áhrif hjá Swansea en hefur virkilega fundið sig hjá Carlo Ancelotti. Hann er með góða spyrnutækni og var Tottenham erfiður allt kvöldið," skrifar Crooks.

Manchester City komst nær meistaratitlinum með því að vinna Aston Villa, Chelsea gerði markalaust jafntefli gegn Brighton, Newcastle vann dramatískan sigur gegn West Ham og Sheffield United féll formlega eftir tap gegn Úlfunum.

Mason Greenwood er í liðinu eftir að hafa skorað tvívegis í 3-1 sigri gegn Burnley, Arsenal rétt marði jafntefli gegn Fulham og Leicester rúllaði þægilega yfir West Brom 3-0. Hér má sjá úrvalslið vikunnar:
Athugasemdir
banner
banner
banner