Toney fer ekki í janúar - Lewandowski ákveður framtíðina bráðlega - Munoz dreymir um Man Utd - Bayern og Dortmund keppast um De Cat
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
   sun 23. apríl 2023 19:40
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Höskuldur: Fyrsta sem ég sé er smettið á Viktori
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Höskuldur Gunnlaugsson fyrirliði Blika var til viðtals hjá Fótbolta.net eftir tap liðsins gegn ÍBV í Eyjum í dag.


Lestu um leikinn: ÍBV 2 -  1 Breiðablik

Aðstæðurnar voru erfiðar en það er engin afsökun fyrir Höskuld.

„Þetta var þungur og erfiður völlur, fyrir bæði lið svo þetta var baráttuleikur. Mér fannst við vera svara því, vorum að verjast á stórum köflum vel. Það var momentum með okkur í seinni hálfleik sem mér fannst við ekki ná að nýta," sagði Höskuldur

ÍBV skoraði sigurmarkið í uppbótartíma úr vítaspyrnu þegar Viktor Örn Margeirsson var talinn brotlegur inn í teignum.

„Fyrsta sem ég sé er smettið á Viktori, mér finnst hann bara vankast við þetta, fyrir mér leit þetta út fyrir að fara beint á pönnuna á honum en ég á eftir að sjá þetta betur," sagði Höskuldur.

Þrjú stig í fyrstu þremur leikjunum er alls ekki ásættanlegt fyrir Íslandsmeistarana.

„Við hefðum viljað vera komnir með töluvert fleiri stig, þetta er bara staðan, það er bara kassinn út og svara fyrir sig," sagði Höskuldur.


Athugasemdir
banner
banner