Amorim hleypir Mainoo ekki burt - Tottenham vill Van Hecke og Thiago - Gæti Xavi tekið við Tottenham?
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
   sun 23. apríl 2023 19:40
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Höskuldur: Fyrsta sem ég sé er smettið á Viktori
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Höskuldur Gunnlaugsson fyrirliði Blika var til viðtals hjá Fótbolta.net eftir tap liðsins gegn ÍBV í Eyjum í dag.


Lestu um leikinn: ÍBV 2 -  1 Breiðablik

Aðstæðurnar voru erfiðar en það er engin afsökun fyrir Höskuld.

„Þetta var þungur og erfiður völlur, fyrir bæði lið svo þetta var baráttuleikur. Mér fannst við vera svara því, vorum að verjast á stórum köflum vel. Það var momentum með okkur í seinni hálfleik sem mér fannst við ekki ná að nýta," sagði Höskuldur

ÍBV skoraði sigurmarkið í uppbótartíma úr vítaspyrnu þegar Viktor Örn Margeirsson var talinn brotlegur inn í teignum.

„Fyrsta sem ég sé er smettið á Viktori, mér finnst hann bara vankast við þetta, fyrir mér leit þetta út fyrir að fara beint á pönnuna á honum en ég á eftir að sjá þetta betur," sagði Höskuldur.

Þrjú stig í fyrstu þremur leikjunum er alls ekki ásættanlegt fyrir Íslandsmeistarana.

„Við hefðum viljað vera komnir með töluvert fleiri stig, þetta er bara staðan, það er bara kassinn út og svara fyrir sig," sagði Höskuldur.


Athugasemdir