Þrír orðaðir við Man City - Chelsea og Liverpool á eftir Kerkez - Fer Vlahovic til Arsenal?
Valdimar Þór: Smá einbeitingarleysi sem er stórhættulegt í þessari keppni
Glímir við sama vandamál og Guardiola - „Hvenær endar lærdómurinn?"
Ari Sigurpáls: Heiður að þeir hafi áhuga
Sjáðu mörkin úr Bose mótinu um helgina - Eiður byrjaði vel hjá KR
Axel Óskar kominn heim: Núna spilar maður með hjartanu
Jökull: Upplifði einhverja ást hér sem ég hef ekki upplifað áður
Þórður Gunnar: Leist best á Aftureldingu
Oliver með fiðring: Báðir bræður mínir spiluðu hér
„Einu leikmennirnir sem við höfum farið í viðræður við“
Segir Breiðablik vera alltof spennandi - „Virkilega margir sem skildu mig"
Arnar Pálmi: Aldrei upplifað annað eins
Sá leikjahæsti framlengdi við Völsung - „Ákvað að hætta því leikriti núna"
Alli Jói: Eins stórt og það gerist fyrir Völsung
Elfar Árni: Ekki hægt að segja nei þegar hann sagði mér að drulla mér heim
Var með nokkur tilboð en fannst FH langmest spennandi
Hoppaði í sófanum þegar lausn fannst - „Atvinnumennska að koma í Breiðablik"
Aftur upp í Bestu deildina - „Í sjálfu sér seldur eftir þann fund"
Valgeir vonar að fólk skilji sig - „Hef heyrt sögur úr Kórnum"
Spenntur fyrir næsta skrefi - „Einn besti markvarðarþjálfari sem þú finnur á Íslandi"
Heimspekingur, kennari og nú þjálfari - „Þetta eru tímamót"
   sun 23. apríl 2023 19:40
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Höskuldur: Fyrsta sem ég sé er smettið á Viktori
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Höskuldur Gunnlaugsson fyrirliði Blika var til viðtals hjá Fótbolta.net eftir tap liðsins gegn ÍBV í Eyjum í dag.


Lestu um leikinn: ÍBV 2 -  1 Breiðablik

Aðstæðurnar voru erfiðar en það er engin afsökun fyrir Höskuld.

„Þetta var þungur og erfiður völlur, fyrir bæði lið svo þetta var baráttuleikur. Mér fannst við vera svara því, vorum að verjast á stórum köflum vel. Það var momentum með okkur í seinni hálfleik sem mér fannst við ekki ná að nýta," sagði Höskuldur

ÍBV skoraði sigurmarkið í uppbótartíma úr vítaspyrnu þegar Viktor Örn Margeirsson var talinn brotlegur inn í teignum.

„Fyrsta sem ég sé er smettið á Viktori, mér finnst hann bara vankast við þetta, fyrir mér leit þetta út fyrir að fara beint á pönnuna á honum en ég á eftir að sjá þetta betur," sagði Höskuldur.

Þrjú stig í fyrstu þremur leikjunum er alls ekki ásættanlegt fyrir Íslandsmeistarana.

„Við hefðum viljað vera komnir með töluvert fleiri stig, þetta er bara staðan, það er bara kassinn út og svara fyrir sig," sagði Höskuldur.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner