Höskuldur Gunnlaugsson fyrirliði Blika var til viðtals hjá Fótbolta.net eftir tap liðsins gegn ÍBV í Eyjum í dag.
Lestu um leikinn: ÍBV 2 - 1 Breiðablik
Aðstæðurnar voru erfiðar en það er engin afsökun fyrir Höskuld.
„Þetta var þungur og erfiður völlur, fyrir bæði lið svo þetta var baráttuleikur. Mér fannst við vera svara því, vorum að verjast á stórum köflum vel. Það var momentum með okkur í seinni hálfleik sem mér fannst við ekki ná að nýta," sagði Höskuldur
ÍBV skoraði sigurmarkið í uppbótartíma úr vítaspyrnu þegar Viktor Örn Margeirsson var talinn brotlegur inn í teignum.
„Fyrsta sem ég sé er smettið á Viktori, mér finnst hann bara vankast við þetta, fyrir mér leit þetta út fyrir að fara beint á pönnuna á honum en ég á eftir að sjá þetta betur," sagði Höskuldur.
Þrjú stig í fyrstu þremur leikjunum er alls ekki ásættanlegt fyrir Íslandsmeistarana.
„Við hefðum viljað vera komnir með töluvert fleiri stig, þetta er bara staðan, það er bara kassinn út og svara fyrir sig," sagði Höskuldur.