Framherjinn öflugi Jean-Philippe Mateta kom inn af bekknum í síðari hálfleik og skoraði jöfnunarmark Crystal Palace í 2-2 jafntefli gegn Arsenal í eina leik kvöldsins í ensku úrvalsdeildinni.
Sky Sports hefur gefið leikmönnum einkunnir eftir leikinn og er Mateta valinn sem besti leikmaður vallarins þrátt fyrir að koma inn af bekknum. Innkoma hans var merkileg þar sem varnarmenn Arsenal réðu illa við hraðann og styrkinn sem Mateta býr yfir.
Mateta kom inn á 80. mínútu en tókst þrátt fyrir það að vera valinn sem besti leikmaður vallarins. Enginn annar fær 8 í einkunn.
Eberechi Eze, Adam Wharton, Tyrick Mitchell og Dean Henderson eru liðsfélagar hans sem fá 7 í einkunn, á meðan Jurriën Timber, Jakub Kiwior, Myles Lewis-Skelly, Declan Rice og Leandro Trossard fá sjöur í liði heimamanna.
David Raya og William Saliba fá lægstu einkunnirnar í dag eftir að hafa gefið Crystal Palace sigurmarkið. Þeir fá 5 í einkunn, alveg eins og Raheem Sterling og Eddie Nketiah, fyrrum framherji Arsenal sem leiddi sóknarlínu Palace í kvöld.
Arsenal: Raya (5); Timber (7), Saliba (5), Kiwior (7), Lewis-Skelly (7); Partey (6), Rice (7), Odegaard (6); Sterling (5), Trossard (7), Martinelli (6)
Varamaður: Saka (6)
Crystal Palace: Henderson (7); Lerma (6), Lacroix (6), Guehi (6); Munoz (6), Wharton (7), Kamada (6), Devenny (6), Mitchell (7); Eze (7), Nketiah (5)
Varamenn: Sarr (5), Hughes (6), Mateta (8), Esse (6)
Athugasemdir