Arsenal 2 - 2 Crystal Palace
1-0 Jakub Kiwior ('3)
1-1 Eberechi Eze ('27)
2-1 Leandro Trossard ('42)
2-2 Jean-Philippe Mateta ('83)
1-0 Jakub Kiwior ('3)
1-1 Eberechi Eze ('27)
2-1 Leandro Trossard ('42)
2-2 Jean-Philippe Mateta ('83)
Arsenal tók á móti Crystal Palace í eina leik kvöldsins í ensku úrvalsdeildinni og tók forystuna snemma leiks þegar Jakub Kiwior stangaði boltann í netið eftir aukaspyrnu frá Martin Ödegaard.
Crystal Palace var hættulegri aðilinn í fyrri hálfleik og jafnaði Eberechi Eze með glæsilegu viðstöðulausu skoti eftir skemmtilega hornspyrnu frá Adam Wharton.
Leandro Trossard tók forystuna fyrir Arsenal á ný skömmu fyrir leikhlé eftir laglegt einstaklingsframtak við vítateigslínuna, þar sem hann var með þrjá varnarmenn í sér.
Síðari hálfleikurinn var nokkuð jafn, þar sem heimamenn í liði Arsenal héldu boltanum betur og fengu hættulegri færi en Palace átti góðar rispur og tókst að jafna metin á 83. mínútu. Jean-Philippe Mateta kom inn af bekknum og stal boltanum með góðri pressu eftir afar klaufalega sendingu frá William Saliba. Mateta gerði virkilega vel að klára með laglegri vippu sem fór yfir David Raya markvörð sem var kominn langt frá marklínunni.
Átta mínútum var bætt við og leituðu bæði lið að sigurmarki án árangurs.
Þessi úrslit þýða að Liverpool er aðeins einu stigi frá Englandsmeistaratitlinum. Crystal Palace er áfram í neðri hluta deildarinnar en mætir til leiks í undanúrslitum enska bikarsins um helgina.
Arsenal, sem lýkur keppni í 2. sæti deildarinnar, spilar við PSG í undanúrslitum Meistaradeildarinnar í næstu viku.
Athugasemdir