mán 23. maí 2022 11:30
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Enska uppgjörið - 20. sæti: Norwich
Norwich menn stoppuðu stutt við í efstu deild.
Norwich menn stoppuðu stutt við í efstu deild.
Mynd: Getty Images
Teemu Pukki hefur sannað gildi sitt í ensku úrvalsdeildinni.
Teemu Pukki hefur sannað gildi sitt í ensku úrvalsdeildinni.
Mynd: Getty Images
Daniel Farke var látinn fara eftir fyrsta sigur tímabilsins.
Daniel Farke var látinn fara eftir fyrsta sigur tímabilsins.
Mynd: EPA
Dean Smith tókst ekki að bjarga Norwich frá falli.
Dean Smith tókst ekki að bjarga Norwich frá falli.
Mynd: EPA
Max Aarons er skemmtilegur leikmaður, gæti orðið eftirsóttur í sumar.
Max Aarons er skemmtilegur leikmaður, gæti orðið eftirsóttur í sumar.
Mynd: Getty Images
Lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar fór fram í gær. Í enska uppgjörinu verður tímabilið gert upp á næstu dögum á ýmsan máta. Við byrjum á því að skoða gengi Norwich sem hafnaði í neðsta sæti deildarinnar.

Norwich City hefur stundum verið nefnt jó-jó lið, sem stendur þá fyrir það að þeir eru duglegir við að flakka á milli deilda, upp og niður. Þeir komu upp í efstu deild fyrir nýafstaðið tímabil eftir að hafa staldrað við í næstu efstu deild í eitt tímabil. og fóru beint niður aftur, margir hafa líklega heyrt óvæntri tíðindi.

Tímabilið byrjaði vægast sagt mjög illa hjá Norwich sem tapaði fyrstu sex leikjunum á tímabilinu. Fyrsta stig þeirra kom ekki í hús fyrr en í byrjun október. Fyrsti sigurinn kom svo í byrjun nóvember þegar Kanarífuglarnir höfðu betur gegn Brentford 1-2, það dugði hins vegar ekki til þess að Daniel Farke héldi starfi sínu.

Dean Smith sem hafði nokkrum vikum áður verið látin taka pokann sinn hjá Aston Villa tók við Norwich af Farke. Hann byrjaði þokkalega og náði í fimm stig úr fyrstu þremur leikjum sínum, síðan fór að halla undan fæti. Sex tapleikir fylgdu þessari ágætu byrjun, í kjölfarið á þessari taphrinu komu sjö stig í hús úr þremur leikjum og einhverjir voru farnir að sjá fyrir sér að þeir gulklæddu gætu jafnvel bjargað sér frá falli. Við tók annar slæmur kafli og það var svo endanlega ljóst þann 30. apríl að Norwich væri fallið úr deild þeirra bestu eftir 2-0 tap gegn Aston Villa.

Besti leikmaður Norwich á tímabilinu:
Finninn Teemu Pukki sýndi það og sannaði líkt og þegar Norwich var síðast uppi að hann á fullt erindi í að spila í ensku úrvalsdeildinni. Hann endar tímabilið sem bæði markahæsti og stoðsendingahæsti leikmaður liðsins, mörkin í deild alls ellefu og stoðsendingarnar þrjár.

Þessir sáu um að skora mörkin:
Teemu Pukki: 11 mörk.
Joshua Sargent: 2 mörk.
Kieran Dowell: 1 mark.
Grant Hanley: 1 mark.
Adam Idah: 1 mark.
Pierre Lees-Melou: 1 mark.
Kenny McLean: 1 mark.
Mathias Normann: 1 mark.
Andrew Omobamidele: 1 mark.
Milot Rashica: 1 mark.

Þessir lögðu upp mörkin:
Teemu Pukki: 3 stoðsendingar.
Max Aarons: 2 stoðsendingar.
Mathias Normann: 2 stoðsendingar.
Milot Rashica: 2 stoðsendingar.
Kieran Dowell: 1 stoðsending.
Dimitris Giannoulis: 1 stoðsending.
Billy Gilmour: 1 stoðsending.
Adam Idah: 1 stoðsending.
Jonathan Rowe: 1 stoðsending.
Joshua Sargent: 1 stoðsending.
Brandon Williams: 1 stoðsending.

Spilaðir leikir:
Teemu Pukki: 37 leikir.
Max Aarons: 34 leikir.
Grant Hanley: 33 leikir.
Pierre Lees-Melou: 33 leikir.
Kenny McLean: 31 leikur.
Milot Rashica: 31 leikur.
Tim Krul: 29 leikir.
Ben Gibson: 28 leikir.
Joshua Sargent: 26 leikir.
Brandon Williams: 26 leikir.
Billy Gilmour: 24 leikir.
Mathias Normann: 23 leikir.
Kieran Dowell: 19 leikir.
Lukas Rupp: 19 leikir.
Dimitris Giannoulis: 18 leikir.
Adam Idah: 17 leikir.
Sam Byram: 15 leikir.
Christos Tzolis: 14 leikir.
Jonathan Rowe: 13 leikir.
Przemyslaw Placheta: 12 leikir.
Ozan Kabak: 11 leikir.
Jacob Sorensen: 10 leikir.
Angus Gunn: 9 leikir.
Todd Cantwell: 8 leikir.
Andrew Omobmidele: 5 leikir.
Tony Springett: 3 leikir.
Christoph Zimmermann: 3 leikir.
Bali Mumba: 1 leikur.

Hvernig stóð vörnin í vetur?
Eins og segir sig nokkuð sjálft er ekki boðið upp á boðlegan varnarleik hjá liði sem hafnar í neðsta sæti. Vörn Norwich manna var vægast sagt slök, liðið fékk á sig flest mörk allra liða, 84 talsins. Þá tókst þeim aðeins sex sinnum að halda markinu hreinu, aðeins tvö lið eru með lakari tölfræði en Norwich á því sviði. Það eru Leeds og Watford.

Hvaða leikmaður skoraði hæst í Fantasy Premier league?
Teemu Pukki fékk alls 142 stig og er langstigahæstur í sínu liði.

Hvernig spáði Fótbolti.net fyrir um gengi Norwich á tímabilinu?
Fréttaritarar Fótbolta.net spáðu Norwich falli fyrir tímabilið, eitt rétt stig þar en í spánni voru Norwich menn í 19. sæti, þeir luku leik í botnsætinu eins og fyrr segir.

Enska uppgjörið
1.
2.
3.
4.
5.
6.
7.
8.
9.
10.
11.
12.
13.
14.
15.
16.
17.
18.
19.
20. Norwich

Athugasemdir
banner
banner
banner