Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   mán 23. maí 2022 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Vonast til að halda Eriksen - „Það er góður möguleiki á því"
Christian Eriksen
Christian Eriksen
Mynd: EPA
Thomas Frank, stjóri Brentford á Englandi, vonast til þess að halda danska landsliðsmanninum Christian Eriksen áfram á næsta tímabili.

Samningur Eriksen við Brentford rennur út í næsta mánuði en hann gerði stuttan samning við félagið í byrjun árs til að koma sér af stað eftir að hafa farið í hjartastopp í leik gegn Finnlandi á EM á síðasta ári.

Eriksen kom endurnærður til baka og var einn besti maður Brentford í seinni hlutanum.

Hann lék 11 leiki, skoraði 1 mark og lagði upp 4, en Tottenham hefur mikinn áhuga á því að fá hann aftur til félagsins.

„Ég vona að hann skrifi undir hjá okkur. Það er góður möguleiki á því en að er líka möguleiki á að hann fari annað. Við eigum í góðu sambandi og höfum þekkst í mörg ár. Ef það er nóg fyrir hann til að skrifa undir þá er það auðvitað frábært en það spilar margt inn í þetta," sagði Frank.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner