Smith Rowe og Nelson á förum - Chelsea náði samkomulagi við Aston Villa - Úrvalsdeildarfélög keppast um Abraham - Arsenal vill Nico Williams -...
   fim 23. maí 2024 08:46
Elvar Geir Magnússon
Chelsea ræðir við McKenna - Tekur Pochettino við Englandi?
Powerade
Kieran McKenna er vinsæll.
Kieran McKenna er vinsæll.
Mynd: Getty Images
Gæti Pochettino tekið við enska landsliðinu?
Gæti Pochettino tekið við enska landsliðinu?
Mynd: Getty Images
Bernardo Silva kostar 50 milljónir punda.
Bernardo Silva kostar 50 milljónir punda.
Mynd: Getty Images
Chelsea og Arsenal hafa áhuga á Sesko.
Chelsea og Arsenal hafa áhuga á Sesko.
Mynd: Getty Images
Stjóraslúður er meira áberandi en leikmannaslúðrið þessa dagana en hægt er að finna bæði í Powerade pakkanum. Chelsea ræðir við áhugaverðan stjóra og Pochettino virðist hafa nokkra möguleika á sínu borði.

Chelsea á í viðræðum við umboðsmenn Kieran McKenna (38) um að hann verði nýr stjóri félagsins í stað Mauricio Pochettino (52) sem hefur látið af störfum. McKenna er sagður hafa áhuga. (Football Insider)

Englendingar gætu ráðið Pochettino ef Gareth Southgate hættir störfum eftir EM í sumar. Agentínumaðurinn er sagður hafa haft áhuga á landsliðsþjálfarastarfinu í nokkurn tíma. (Telegraph)

Pochettino hefði áhuga á að ræða við Manchester United ef þeir reka Erik ten Hag. Þá mun Pochettino fá tilboð frá Sádi-Arabíu. (Times)

Chelsea vonast til þess að geta ráðið nýjan stjóra innan fárra daga. (Athletic)

Leicester City býr sig undir að Chelsea reyni við stjóra sinn, Enzo Maresca. (Sun)

Manchester City er tilbúið að selja portúgalska miðjumanninn Bernardo Silva (29) í sumar ef félagið fær að minnsta kosti 50 milljóna punda tilboð. (Football Insider)

Arsenal hefur áhuga á að fá Justin Bijlow (26) markvörð Feyenoord og Hollands, þar sem enska félagið býst við að Aaron Ramsdale (26) yfirgefi félagið. (Mirror)

Tottenham er tilbúið að losa brasilíska framherjann Richarlison (27) og fá inn Dominic Solanke (26), enska framherjann hjá Bournemouth. (TalkSport)

Victor Osimhen (25) framherji Napoli og Nígeríu ætlar að hafna áhuga frá Paris St-Germain og félögum í Sádi-Arabíu þar sem hann er að spá í að fara til Chelsea. (Teamtalk)

Fulltrúar Kevin De Bruyne (32) hjá Manchester City áttu eitt samtal við nýja MLS félagið San Diego FC en ekkert bendir til þess að belgíski miðjumaðurinn ætli að yfirgefa City. (Athletic)

West Ham er langt komið í viðræðum um að fá brasilíska miðvörðinn Fabricio Bruno (28) frá Flamengo. (Fabrizio Romano)

Crystal Palace hefur gert munnlegt samkomulag við Chadi Riad (20) marokkóskan miðvörð Real Betis um samning að verðmæti 14 milljónir punda. (Standard)

Enski markvörðurinn Jordan Pickford (30) hefur gefið skýrar vísbendingar um að hann verði áfram hjá Everton þrátt fyrir að Chelsea hafi sýnt áhuga. (Mirror)

Dougie Freedman (49) íþróttastjóri Crystal Palace, hefur hafnað tilboði frá Newcastle United um að leysa Dan Ashworth af hólmi. Hann verður áfram hjá Palace. (Football Insider)

Slóvenski framherjinn Benjamin Sesko (20) sem er á óskalistum Chelsea og Arsenal mun ákveða fyrir EM hvort hann vilji vera áfram hjá RB Leipzig eða færa sig um set. (Fabrizio Romano)

Newcastle er að nálgast enska varnardúettinn Tosin Adarabioyo (26) og Lloyd Kelly (25) sem verða lausir þegar samningar þeirra við Fulham og Bournemouth renna út í sumar. Eddie Howe vill einnig fá Michael Olise (22) sóknarleikmann Crystal Palace. (Teamtalk)

Manchester United er ekki tilbúið að samþykkja nýjan samning við Bruno Fernandes (29), þrátt fyrir löngun portúgalska miðjumannsins og áhuga frá Sádi-Arabíu. (Transfer News Live)
Athugasemdir
banner
banner
banner