Newcastle hefur áhuga á Jóni Degi - Brighton reynir við Summerville - Tilboði Tottenha í Toney hafnað
   fim 23. maí 2024 11:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Motta tjáir yfirmönnum sínum að hann fari til Juventus
Thiago Motta.
Thiago Motta.
Mynd: EPA
Thiago Motta hefur tjáð Bologna að hann ætli sér að hætta hjá félaginu til að taka við Juventus.

Fabrizio Romano segir frá þessu en Motta er að skrifa undir samning við Juventus sem gildir til ársins 2027. Hann tekur við liðinu af Max Allegri.

Motta hefur gert frábæra hluti við stjórnvölinn hjá Bologna og kom hann liðinu í Meistaradeildina, en hann er aðeins 41 árs gamall og er Bologna þriðja félagið sem hann stýrir í efstu deild ítalska boltans eftir misheppnaða dvöl hjá Genoa 2019.

Motta tók við Spezia fyrir tímabilið 2021-22 og gerði flotta hluti sem gerðu honum kleift að landa þjálfarastarfinu hjá Bologna strax á næsta sumri.

Motta býr yfir mikilli reynslu úr fótboltaheiminum eftir að hafa spilað fyrir Barcelona, Atlético Madrid, Inter og PSG á frábærum ferli sem fótboltamaður. Hann vann Meistaradeild Evrópu með Barcelona og Inter en var lengst af partur af stjörnum prýddu liði PSG.

Bologna er í þriðja sæti og Juventus í fjórða sæti fyrir lokaumferðina á Ítalíu en liðin eru jöfn að stigum.
Athugasemdir
banner
banner