Smith Rowe og Nelson á förum - Chelsea náði samkomulagi við Aston Villa - Úrvalsdeildarfélög keppast um Abraham - Arsenal vill Nico Williams -...
   fim 23. maí 2024 07:00
Ívan Guðjón Baldursson
Palace ætlar ekki að missa Freedman til Newcastle
Mynd: Getty Images
Undanfarnar vikur hefur verið rætt um áhuga Newcastle á Dougie Freedman, yfirmanni fótboltamála hjá Crystal Palace.

Newcastle er í leit að nýjum manni í stöðuna eftir að Manchester United tókst að sannfæra Dan Ashworth um að skipta yfir. Ashworth er þó ekki enn kominn þar sem Newcastle og Man Utd eru í hörðum viðræðum um kaupverð.

Freedman væri fullkominn kostur að mati eigenda Newcastle en vandamálið er að honum líður vel í London og vill vera áfram hjá Palace.

Freedman er 49 ára gamall og spilaði fyrir Crystal Palace í tíu ár sem leikmaður. Hann þjálfaði félagið 2011-12 og stýrði einnig Bolton og Nottingham Forest áður en hann skipti um starf og gerðist yfirmaður fótboltamála. Hann hefur verið yfirmaður fótboltamála hjá Palace í sjö ár og vill ekki skipta um félag.

Hann er sagður vera afar spenntur fyrir framtíðinni hjá Palace sem er með unga og efnilega leikmenn í hópi hjá sér og með mjög spennandi þjálfara við stjórnvölinn.
Athugasemdir
banner
banner
banner