Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
Jökull: Þeir voru frábærir - Við áttum kannski ekkert skilið úr þessum leik
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
   fim 23. júní 2022 22:32
Haraldur Örn Haraldsson
Davíð Smári: Við mættum ekki til leiks í seinni hálfleik
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Davíð Smári Lamude þjálfari Kórdrengja var svekktur eftir að liðið hans tapaði 3-1 fyrir HK í kvöld. Kórdrengjum hefur gengið erfiðlega að ná í stig og eru aðeins með 10 eftir 8 leiki.


Lestu um leikinn: HK 3 -  1 Kórdrengir

„Ég er bara gríðarlega vonsvikinn. Við bara mættum ekki til leiks í seinni hálfleik það er bara svoleiðis. Þessi deild er mjög jöfn eins og sást hérna í fyrri hálfleik bara hörkuleikur en svona fyrstu 10-15 í seinni hálfleik þá bara vorum við ekki þáttakendur í leiknum."

Kórdrengir fengu á sig mark strax á fyrstu mínútu seinni hálfleiks og það sló liðið nokkuð illa.

„Já það vissulega gerði það. Við höfum samt yfirleitt tekið svona mótlæti á kassann en við gerðum það ekki í dag. Við kólnuðum svolítið niður við það að fá þetta mark á okkur og HK voru bara miklu sterkari, sérstaklega fyrstu 15. Auðvitað sóttum við töluvert á þá undir lokin en það var bara alltof seint."

Kórdrengir skoruðu sitt mark 2 mínútum eftir að HK komst í 2-0 og þá byrjuðu menn kanski að vonast til að þeir gætu jafnað.

„Já ég hef það mikla trú á þessum leikmönnum og þessum karakterum sem eru hérna og ég vissulega bjóst við því. Mér fannst líklegt að við myndum mögulega ná að jafna þennan leik, við höfum verið í þessari stöðu áður og tilfinningin var alltaf góð. Svo kemur þetta mark þarna og það rotaði okkur alveg."

Kórdrengir hafa ekki náð að safna stigunum í sumar og það er eitthvað sem Davíð vill bæta.

„Já eins og ég segji, mér finnst við hafa spilað það vel í sumar í mörgum leikjum að stigasöfnunin ætti að hafa verið meiri en hún hefur það ekki. Við þurfum bara að fara aðeins yfir þá hluti og halda áfram, það er ennþá full trú í mér og ég er alveg viss um að hún er það ennþá í hópnum."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan þar talar Davíð nánar um spilamennsku liðsins.


Athugasemdir
banner
banner
banner