Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 23. júní 2022 20:47
Ástríðan
Undarleg tímasetning - „Skil ekki alveg þessa útreikninga"
Arnar Hallsson.
Arnar Hallsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eyjólfur Héðinsson stýrði ÍR í gær.
Eyjólfur Héðinsson stýrði ÍR í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
ÍR er í þjálfaraleit.
ÍR er í þjálfaraleit.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eins og Ástríðan hér á Fótbolta.net sagði fyrst frá þá er Arnar Hallsson hættur með ÍR.

ÍR-ingar sem spila í 2. deildinni eru í þjálfaraleit eftir að Arnar hætti, en liðið tapaði 0-3 á heimavelli gegn Haukum í gær. Eyjólfur Héðinsson og Arnar Steinn Einarsson stýrðu ÍR í leiknum en þeir hafa stjórnað æfingum síðustu daga.

Rætt var um þessar fréttir í Ástríðunni í vikunni.

„Þetta er hans ákvörðun. Honum finnst gengið ekki hafa verið nægilega gott og hann telur sig ekki hafa leyst þau vandamál sem hafa verið til staðar. Hann segir upp,” sagði Sverrir Mar Smárason.

„ÍR reyndi að tala hann af því að hætta.”

„Þú getur það ekki eftir þetta. Þetta er risastór hópur og það er ekki gramm af neikvæðri orku. Þú getur ekki verið leiðtogi þessa hóps sem er svo ótrúlega jákvæður og flottur og sagt að þú getir ekki leyst vandamálin, að þú sért hættur og komið svo aftur. Þú þarft að vera með bilaða menn í hópnum sem hafa ekki klárað grunnskóla liggur við,” sagði Gylfi Tryggvason.

„Þetta kemur á óvart, ég átti ekki von á þessu. Þó að byrjunin á tímabilinu sé ákveðin vonbrigði… þetta er snúin staða sem ÍR er komin í,” sagði Óskar Smári Haraldsson.

„Það sem mér finnst skrýtnast við þetta er ÍR-ingarnir eiga Haukana næst, svo eiga þeir Völsung, svo Ægi heima og svo Njarðvík úti. Þetta eru leikir sem ÍR geta unnið til að koma sér upp í tvö efstu sætin,” sagði Sverrir.

„Kannski finnur Arnar að hann sé búinn að missa hópinn, að hann sé ekki að fara áfram með þetta lið. Þarna séu fjórir þar sem tímabilið er undir og kannski vill hann að einhver annar með öðruvísi sýn komi inn,” sagði Óskar.

Ekki byrjaði það vel fyrir ÍR í gær þegar liðið fékk skell gegn Haukum. „Mér finnst þetta mjög undarleg tímasetning,” sagði Gylfi.

„Ef þú hefðir tapað öllum þessum leikjum og skilið ÍR eftir í áttunda sæti, það munar svo litlu um það. Þeir þurfa núna að finna nýjan þjálfara og svona. Ef hann hefði haldið áfram í þessa fjóra leiki og unnið, þá væri hann kóngurinn aftur. Ég skil ekki alveg þessa útreikninga hjá hámenntuðum og klárum gæja.”

Sögusagnir eru um að ÍR hafi heyrt í Ólafi Jóhannessyni sem var rekinn frá FH á dögunum en Ólafur hafi ekki haft áhuga á þjálfarastarfinu.
Ástríðan - 7. umferð - Arnar Halls hættir fyrir úrslitaleiki og toppbaráttan í 3. deild svakaleg
Athugasemdir
banner
banner