fim 23. júlí 2020 19:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sjáðu þegar landsliðsfyrirliðinn tók lagið í nýliðavígslu Lyon
Gaman að þessu.
Gaman að þessu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sara Björk Gunnarsdóttir, landsliðsfyrirliði, fór á kostum í nýliðavígslu hjá Lyon.

Það er hefð fyrir því hjá félagsliðum og landsliðum að nýliðar í leikmannahópum taki lagið og á meðan hlæja aðrir leikmenn sig máttlausa - svona yfirleitt.

Sara og ástralska landsliðskonan Ellie Carpenter stigu saman á svið og tóku lagið 'I Wanna Dance With Somebody' með Tinu Turner.

Sjón er sögu ríkari og myndband má sjá neðst í fréttinni.

Sara hefur farið vel af stað með Lyon og skorað í tveimur æfingaleikjum í röð gegn tveimur pólskum liðum.

Sara varð í síðasta mánuði þýskur meistari og bikarmeistari með Wolfsburg á sínu síðasta tímabili hjá félaginu. Þessi 29 ára gamli miðjumaður ákvað að gera ekki nýjan samning við Wolfsburg og söðlaði hún um til Frakklands þar sem hún skrifaði undir samningi hjá besta félagsliði í heimi.

Lyon hefur orðið franskur meistari fjórtán ár í röð og unnið Meistaradeildina fjögur ár í röð.

Lyon er að undirbúa sig fyrir lokahnkykk Meistaradeildarinnar sem á að fara fram í ágúst. Sara má þar leika með Lyon sem mætir Bayern München í 8-liða úrslitunum. Sara gæti mætt sínu fyrrum félagi, Wolfsburg, í úrslitaleiknum ef bæði lið komast þangað.

Athugasemdir
banner
banner
banner