banner
   lau 23. júlí 2022 20:02
Ívan Guðjón Baldursson
4. deild: Reynir skoraði ellefu í fyrsta sigri sumarsins
Mynd: Fótbolti.net - Hanna Símonardóttir
Mynd: Fótbolti.net - Hanna Símonardóttir

Reynir Hellissandi tók á móti Herði frá Ísafirði í síðasta leik dagsins í 4. deildinni og úr varð mikil markasúpa.


Heimamenn komust í tveggja marka forystu snemma leiks en gestirnir voru búnir að jafna fimm mínútum síðar. Fjögur mörk skoruð á fyrsta stundarfjórðungnum.

Veislan hélt áfram en næsta klukkutímann voru það bara Reynismenn sem skoruðu og var staðan orðin 9-2 þegar Ísfirðingar byrjuðu að svara fyrir sig.

Lokatölur urðu 11-4 þar sem Ingvar Freyr Þorsteinsson var atkvæðamestur með fjögur mörk skoruð, Bárður Jóhönnuson setti þrennu og Kristófer Máni Atlason gerði tvö. Sigurður Arnar Hannesson skoraði tvennu fyrir Hörð en hún gerði lítið gagn.

Liðin mættust í A-riðli og var þetta fyrsti sigur Reynismanna sem eru með þrjú stig eftir ellefu umferðir. Hörður er með níu stig.

Reynir H. 11 - 4 Hörður Í.
1-0 Bárður Jóhönnuson ('8 )
2-0 Ingvar Freyr Þorsteinsson ('10 )
2-1 Sigurður Arnar Hannesson ('13 )
2-2 Magni Jóhannes Þrastarson ('15 )
3-2 Bárður Jóhönnuson ('22 )
4-2 Kristófer James Eggertsson ('29 )
5-2 Ingvar Freyr Þorsteinsson ('47 )
6-2 Bárður Jóhönnuson ('57 )
7-2 Ingvar Freyr Þorsteinsson ('59 )
8-2 Kristófer Máni Atlason ('62 )
9-2 Ingvar Freyr Þorsteinsson ('67 )
9-3 Ragnar Berg Eiríksson ('74 )
10-3 Kristófer Máni Atlason ('80 )
11-3 Ingvar Freyr Þorsteinsson ('85 )
11-4 Sigurður Arnar Hannesson ('89 )


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner