Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 23. júlí 2022 15:54
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Lengjudeildin: Tvö glæsileg mörk hjá Madsen í sigri Vestra
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Vestri 3 - 1 Grótta
1-0 Nicolaj Madsen ('5 )
1-1 Arnar Þór Helgason ('52 )
2-1 Nicolaj Madsen ('59 )
3-1 Silas Dylan Songani ('73 )


Vestri fékk Gróttu í heimsókn í dag í lokaleik þrettándu umferðar Lengjudeildarinnar.

Það dróg til tíðinda strax á fimmtu mínútu þegar heimamenn fengu hornspyrnu. Silas Songani tók hana og Arnar Þór Helgason skallaði boltann frá en beint fyrir fætur Nikolaj Madsen sem negldi boltanum í netið og kom heimamönnum í forystu.

Heimamenn voru með mikla yfirburði í fyrri hálfleik en mörkin urðu ekki fleiri.

Gestirnir komu sterkir inn í síðari hálfleikinn og unnu aukaspyrnu, KJartan Kári Halldórsson átti fyrirgjöf úr henni beint á kollinn á Arnari Þór sem skoraði og jafntaði metin.

Nikolaj Madsen var hins vegar ekki lengi að koma heimamönnum aftur yfir. Sama upp á teningnum og í fyrra markinu, boltinn datt fyrir hann og fast skot hans fór í slánna og inn. 

Silas gerði svo út um leikinn með skoti á opið markið. 3-1 lokatölur.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner